Skírnir - 01.01.1924, Síða 138
128 Minning séra Björns prófaBts Halldórssonar. [Skírnir
minni, og ætlaðist til, að hún kæmi í stað hinna eldri þýð-
inga. Sendi hann Finni biskupi þýðingu þessa til álits
og umsagnar, en biskup ritaði honum aptur langt mál um
þýðinguna 24. maí 17731), og þótti honum hún taka eldri
þýðingunum fram í mörgu, en kvaðst þó ekki geta sam-
þykkt hana til fulls á þann hátt, að allar aðrar þýðingar
séu úr gildi felldar, enda muni þýzka eintakið, er séra
Björn muni hafa farið eptir, ekki hafa verið svo gott eða
nákvæmt, að endurbætur séu gerðar eptir því í svo þýð-
ingarmiklum efnum. Kvaðst biskup rita athugasemdir
þessar um þýðinguna mest til þess að sýna fram á, hví-
líkt vandaverk þýðingar séu, og að menn ættu að fara
varlega i allar endurbótabreytingar o. s. frv. Séra Björn
féllst á skoðun biskups og stakk þessari þýðingu sinni
undir stól, svo að hún kom ekki fram2 3), enda hef eg ekki
orðið hennar var í handritum.
Meira kveður að ritstörfum séra Björns í búfræðinni, og
teljast til þess flokks ritin: Korte Beretninger etc, prentað
í Kaupmannahöfn 1765, sem áður hefur ýtarlega verið
getið um, Mli og Arribjörg, sem hvorttveggja eru mestu
merkisrit, sérstaklega Atli, sera eflaust er eitthvert hið
bezta búnaðarrit, sem samið hefur verið á íslenzku. Gömlu
bændurnir kunnu hann svo að segja utan að og vitnuðu í
hann, eins og í biblíuna. Eg man eptir því í ungdæmi
mínu, að hann var lesinn upphátt fyrir heimilisfólkinu
á kveldvökunni eins og skemmtibók. Nú mun sú bók
óvíða til, og fáir, sem kannast við nafnið, hvað þá heldur
meira. Atli hefur verið prentaður þrisvar sinnum, fyrst
í Hrappsey 1780 og 1783 og síðast í Kaupmannahöfn 1834
ásamt Búalögum. Var hann í fyrstu prentaður á kostnað
konungs, og honum svo útbýtt meðal landsmanna endur-
gjaldslaust, en höfundurinn fékk samkvæmt konungsúr-
skurði 2 rd. þóknun fyrir hverja örk eða alls 28 rd.8). I
*) Bréfal)ók biskups s. á. bls. 822—830 (i Þjskjs.).
2) Sbr. bréf biskups til séia Björns 19. marz 1774: Brbók F. J.
s. á. bls. 90—92 (l Þjskjs.).
3) Sbr. konungsúrskurð 8. marz 1779 (Lovs. for Isl. IV, 4o4—465).