Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 141
Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 131
stendur Arnbjörg húsfreyja við hlið hans í baráttunni og
bjálpar honum til sigursins og til að »gera garðinn fræg-
an« með fyrirmyndar reglusemi, sparsemi og hyggind-
um í heimilisstjórn allri. — Því verður að vísu ekki
neitað, að ýmislegt í kenningum séra Björns kemur í
bága við það, sem nú er talið heppilegast og hagfelldast,
og snertir þetta einkum skoðanir hans á verzluninni og
kaupskap við útlenda menn, og er dálítið vikið að því
áður. En þetta er mjög eðlilegt, því að hugmyndir manna
um verzlunarfrelsi og viðskipti voru á þeim dögum mjög
á annan veg, en síðar varð, og séra Björn var barn sinn-
ar tíðar í þvi, að sjá ekki verulega agnúa á verzlunar-
ólaginu, úr því að verzlunareinokunin studdist við tilskip-
anir og setningar konungsins, sem séra Birni voru of-
heilagar til þess að gagnrýna þær að nokkru. Og verður
hér ekki lengra farið út í þá sálma.
Þá er að minnast stuttlega þeirra tveggja rita séra
Björns, er einkum snerta grasafræði, en geta þó að sumu
leyti talizt til búnaðarrita, með þvi að þau áttu að styðja
að þvi, að menn þyrftu minna að kaupa af útlendri vöru
til heimilisþarfa, en notuðu innlendar jurtir til manneldis
o. fl., því að hollur væri heimafenginn baggi. Þessi
tvö rit eru Matjurtábókin og Grasnytjar. Hið fyrnefnda
er prentað í Kaupmannahöfn 1774, að tilhlutun séra Björns
og Magnúsar varalögmanns Olafssonar. Matjurtabók þessi
er að miklu leyti verk Eggerts Ólafssonar, og er ágrip
af hinni stóru matjurtabók eða Laehanologiu, er Eggert
réit í Sauðlauksdal 1763, en fórst með honum. Hafði
hann valið handa kunningjum sínum nokkra kafla úr
henni, svo sem svaraði rúmum fjórða hluta bókarinnar,
og þetta ágrip færði svo séra Björn í stilinn, jók og bjó
undir prentun, svo að þeir geta báðir með réttu talizt
höfundar hennar, þótt hún sé kennd við Eggert1). Bók
*) Sbr. titilinn: »Stntt ágrip ur Lachanologia eða maturtabók
fyrrum vicelögmannsins hr. Eggerts Ólafssonar um garðyrkju á Islandi
etc......Af þeim excerptis, sem author sjálfur leyfði eptir sig, i eitt
safnað af séra Birni Halldórssyni prófasti í Barðastrandarsýslu . . . .*
9*