Skírnir - 01.01.1924, Síða 142
132
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skirnir
þessi mun hafa orðið til þess að yekja þekkingu og á-
huga almennings á garðrækt og til að færa sér í nyt
ýmsa garðávexti til mauneldis. Hitt ritið »Grasnytjarc,
er hinsvegar eingöngu verk séra Björns. Það er prentað
í Kaupmannahöín 17831) á kostnað konungs, eins og 1. útg.
Atla og 8ent almenningi ókeypis, eins og hann2), en höf.
fékk 2 rd. fyrir hverja prentaða örk, eins og fyrir Atla* *).
Eins og fyr er getið, voru þeir séra Björn og Jón
EiríksBon konferenzráð kunnugir frá skólaárum sínum í
Skálholti, og virðast hafa haldið þeim kynnum við síðan
að einhverju leyti. Og víst er um það, að einhverntíma
milli 1770—1780, að því er virðist, ritaði Jón konferenz-
ráð séra Birni og hvatti hann eða skoraði á hann að rita
eitthvað, er »bæta mætti hag fátækra og fáfróðra lands-
mannac. Og séra Björn vaið við þessari áskorun, enda
segir hann, að bók Jóns »Om Islands Opkomstc4) hafi
vakið sig til að vinna eitthvað að sínu leyti að viðreisn
land8ins. Getur hann þessa í bréfi til Jóns konferenz-
ráðs, ds. í Sauðlauksdal 18. ágúst 17815), um leið og hann
sendir honum Grasnytjar, er hann hafði samið það ár, og
segir, að það hafi dregizt fyrir sér að verða við tilmæl-
um hans, »því á meðan mér vannst handafli til nokkurrar
starfsemi, neytta eg hans með mínum tíu fingrum, en síð-
an þeirri atorku er lokið, neyti eg þriggja fingra að eins
til pennans, og þeirra verk er bæklingur þessi, sem eg
116 bls. 8vo ank registurs. Praman við hana er prentað kvæðið Fjörg-
ynarmál, sem fyr getur. •
') >Grasnytjar eða gagn það, sem hver búandi maðnr getur baft
af þeim ósánnm villijurtum, sem vaxa í landeign hans. Handa fáfróðnm
búendum og griðmönnum á íslandi. Skrifað árið 1781*. . . . Bókin er
238 bls. 8vo auk registra.
*) Það vorn 747 eintök, sem úthlutað var gefins af GraBnytjum,
sbr. nmbnrðarbréf rentnkammersins til sýslumanna o. fl. 2. april 1783
(Lovs. for Isl. IV, 697-698).
*) Sbr. Lærdömslistafélagsrit II, 271.
4) Þ. e. rit Páls Yidalins: Deo, regi, patriœ, er Jón sneri á dönsku,
endurbætti og gaf út i Sórey 1768.
*) Bréf þetta er prentað sem fylgiblað framan við Grasnytjar.