Skírnir - 01.01.1924, Page 143
Skirnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
133
dirfiat nú að leggja undir yðar hávíaa yfirskoðan í því
trausti að tiltæki mitt virðist vel« .... Er enginn
vafi á því, að Jón konferenzráð hefur mest unnið að
því, að bókin yrði prentuð á kostnað konungs. Gefur
hann og séra Birni ágætan vitnisburð, ds. í Kaup-
mannahöfn 19. júlí 1782, sem prentaður er sem einskonar
formáli fyrir Grasnytjum, með þakklæti til séra Björns
fyrir »vinsamlegt ávarp* í hinu fyrnefnda bréfi. 0g um
séra Björn fer hann svofelldum orðum: »Svo er prófast-
urinn séra Björn þjóðkunnur að mannkostum og lærdómi,
eigi einungis úti á íslandi og víðar hér i ríkjunum, heldur
og einnig um Suðurlönd og vestur á Franz, að eigi þarf
eg að leita honum né riti hans lofs með línum þessum*.
Er þetta hinn veglegasti vitnisburður frá jafnmerkum og
mikilhæfum manni sem Jóni Eiríkssyni, er enginn angur-
gapi var eða fleiprari. — Svo segja sérfróðir menn, að
Grasnytjar séu eitt hið merkasta jurtafræðisrit, er samið
hafi verið á íslandi, og ber öllum saman um það, sem á
það hafa minnzt* 1 * * * *). Er það einkum samið til þess, að
kenna, hversu margháttuð not megi hafa af ýmsum ís-
lenzkum jurtum, þar á meðal til lækninga og má heita
einBtakt í sinni röð meðal islenzkra grasafræðisrita8).
Séra Björn var mjög vel að sór í islenzkri sagnfræði,
og lagði allmikla stund á hana hin síðari æfiár sín. Af
ritum hans í þeirri grein er þó ekkert prentað nema Æft-
minning Eggerts Olafssonar mágs hans, prentuð í Hrappsey
*) I kvæðinn >Ritlingarekstnr«, ortn 1786 af séra Jóni Oddssyni
Hjaltalín (frnmrit Lbs. 149 8vo), er lítillega sveigt að Grasnytjum, en
knrteislega og á allt annan veg, en gert er i snmum afskriptum kvæð-
isins t. d. J. S. 242 8vo, er Sæm. Eyjólfsson teknr 2 visur úr (Bénaðar-
rit 1895 bls. 36). Er t. d. siðari hlnti siðari visunnar (nm Grasnytjar)
alveg meinlaus i frumriti séra Jóns, en siður en svo i nefndri afskript.
Er auðsætt, að einhver hefnr breytt kvæðinu og gert það skömmóttara
i blóra við höfundinn.
*) I formálanum fyrir Grasnytjum segir höf. meðal annars: »En
þó nokkrar af þeim (þ. e. jnrtunum) kynnu að metast einar saman fyrir
harðindafæði og léttmeti, þá er þó sá útvegur áræðilegri heldur en hús-
gangsbónbjörg, þokkalegri en hrossakjötsát og saklausari en stuldur*. . . .