Skírnir - 01.01.1924, Síða 144
134 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
1784, stutt og gagnorð, og að öllu vel rituð, með nákvæmri
lýsingu á ytra útliti Eggerts, lunderni og framkomu, er
ekki finnst annarsstaðar. Af óprentuðum sagnaritum séra
Björns er langmerkast: Annáll um íslenzka og erlenda
viðburði, er nær frá Krists fæðingu til ársloka 1776. Fyrri
hluti hans eða fram yfir 17201) er að vísu lítið annað
en samsteypa úr eldri annálum (Skarðsárannál o. fl.), sem
áður eru kunnir og því lítið á þessum hluta hans að
græða, en síðari hlutinn, sérstaklega eptir 17302 *) er alveg
sjálfstæður, sérstakur annáll, og einna merkastur íslenzkra
annála um og eptir miðbik 18. aldar. Er þar margs get-
ið, sem hvergi finnst annarsstaðar. Hef eg kallað annál
þennan Sauðlauksdalsannál, því að þar er hann saminn
og eflaust samtíða viðburðunum eptir 1750, til þess er
honum lýkur (1776). Og það er enginn vafi á, að séra
Björn er höfundur hans, og gæti eg fært fullgildar sann-
anir fyrir því, sem hér verður að sleppa. Af öðrum
óprentuðum sagnaritum séra Björns, sem eg hef fundið í
handritum, má sérstaklega nefna ritgerð um nokkra Vest-
fjarða höfðingja, allt ofan frá Sveinbirni Súðvíking8) og
œfi8ögu Jóns Jónssonar lslendings4 *) og fleiri ábúenda í
Sauðlauksdal eptir hann, þar á meðal um Sauðlaulcs-
dalsprestaB), þangað til séra Björn kom þangað. Auk þess
er í handriti mikið safn af dómum og gerningum frá 15.
og 16. öld, er séra Björn hefir tekið afskript af6 *), ásamt
‘) Þeasi hluti annálsina (til ársloka 1722) er með eigin hendi séra
Björns í Lbs. 494 4to, en hræmuglega skakkt hundinn, allur í graut, svo að
rifa þyrfti hann upp úr bandinu, og hinda hann rétt inn.
s) Þessi siðari hluti er í handriti í Landshókasafni 230 fol., og
gæti það verið með hriphendi séra Björns, en samt þori eg ekki að
fullyrða það. En fyiri hluti þessa handrits er með annari hendi, og
er bein afskript af Lbs. 494 4to.
8) Hún er með eigin hendi séra Björns í Lhs. 340b 4to.
*) Er meðal annars i Lbs. 345, 4to 1432 4to og viðar.
6) J. S. 454 4to.
6) Safn þetta nefnist: »Collectio Biörnonis Halldorssonii ad Islandiæ
historiam et rem diplomaticam pertinens< og er það i »Advocates Library*
í Edinborg nr. 29, en afskript af því í J. S. 454 4to með hendi Indriða
Einarssonar, gerð fyrir Jón Sigurðsson. Er þetta merkissafn.