Skírnir - 01.01.1924, Side 145
'Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 135
ýmsum þáttum úr sögu síðustu alda og æfisögum ýmsra
merkra manna íslenzkra, er hann hefur afritað en fátt
frumritað1).
Þótt séra Björn væri mjög vel að sér í ýmsum vísinda-
greinum, eins og nokkuð hefur sýnt verið hér á undan, ætla
eg samt, að hann hafi skarað fram úr flestum eða öllum
samtíðarmönnum sínum að þekkingu í íslenzkri málfræði.
Ritaði hann íslenzku betur en flestir eða allir samtíðar-
menn hans, og þótt still hans sé ekki ávallt sem liprast-
ur, og setningaskipuninni nokkuð ábótavant, þá koma
óvíða fyrir dönskuslettur eða útlend orðskrípi, sem flest-
um lærðum mönnum þá var mjög tamt að láta fjúka i
ritum sínum, ýmist til að sýna lærdóm sinn eða af beinni
vankunnáttu í móðurmáli sinu, sem optar mun hafa valdið
þessum smekkleysum. Hefur og islenzk tunga aldrei kom-
izt í jafnmikla niðurlægingu, eða verið jafnsárt leikin og
spjölluð, eins og á 18. öld. Og séra Björn má tvímælalaust
teljast meðal hinna fáu manna, er þá kunnu að meta
gildi hennar og stuðluðu að endurreisn hennar. Löngunin
til að vinna ættjörð sinni gagn, einnig á þessu sviði, hef-
ur knúð hann til að takast á hendur hið mikla og þarfa
nauðsynjaverk, að semja ízlenzka orðabók yfir gamla og
nýja málið með latneskum þýðingum, er hann vann að með
dæmafárri elju og atorku 15 ár samfleytt (1770—1785),
og þá er hann hafði lokið þessu verki, sendi hann hand-
ritið Árna Magnússonar nefndinni í Kaupmannahöfn 1786,
og bauð henni það til prentunar fyrir 100 rd. Tók nefnd-
in því boði, og sendi höfundinum þessa upphæð2). En svo
lá handritið hjá nefndinni um 25 ár, án þess að nokkuð
‘) Séra Björn reit einnig æfisögu Olafs Grunnlaugssonar tengda-
föður *íns. Handrit af henni, mig minnir með eigin hendi séra Björns,
sá eg skömmu eptir 1880 á lausum hlöðum í handritasafni Jóns Signrðs-
sonar (i Landsbókasafninu) nr. 800 4to, og ritaði þá dálítið upp nr þri,
en þá er eg ætlaði að athuga það nánar mörgum árum síðar, var það
horfið úr þessu númeri, og hefur síðan ekki komið i leitirnar, þrátt
fyrir nákvæma eptirgrennslan.
a) Sbr. skýrslu Abrahams Kall prófessors um störf nefndarinnar í
Lbs. 193 fol. (afskript Steingríms biskups).