Skírnir - 01.01.1924, Síða 146
136 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
væri gert til að gefa það út, og mundi eflaust hafa legið
þar miklu lengur óprentað, ef tveir norskir auðmenn og
menntavinir, Jacob Aall1) og C. Anker2), er vissu um þetta
mikilsháttar rit, hefðu ekki boðizt til að leggja af mörk-
um nægilegt fé til prentunarkostnaðarins. Mun það hafa
verið um eða skömmu eptir 1810, að þeir fólu P. E. Miiller
prófessor, síðar Sjálandsbiskupi (f 1834) að byrja sem
fyrst á útgáfu orðabókarinnar, og hann var svo heppinn
að fá hinn unga efnilega málfræðing Rasmus Rask til að1
annast um útgáfuna. Hann jók orðabókina allmjög og
lagfærði hana á ýmsan hátt, lét einnig bæta við dönskum
þýðingum orðanna, og unnu Bérstaklega að því 5 íslenzk-
ir stúdentar: Sigurður B. Thorgrimsen, siðar landfógeti
(f 1831), Sigurður Gunnlaugsson læknfræðinemi (f 1816)».
Ásgeir Jónsson Stadfeldt, siðar sórenskrifari í Noregi'
(f 1831), Jón Hannesson Finsen, síðar héraðsfógeti í Ár-
ósum (f 1848) og Finnur Magnússon, síðar prófessor (f 1847),
en Rask hafði yfirumsjónina með öllu verkinu, er gekk
svo greitt, að orðabókin var albúin til prentunar haustið
1813 og prentuð næsta ár (1814) í 2 bindurn3). Reit P.
E. Muller prófessor formála fyrir henni, ds. 5. des. 1813,
á latínu með danskri þýðingu. Getur hann þess meðat
*) Jabob Aall (f 1844) var hinn mesti merkismaðnr og knnni ís-
lenzku. Hann sneri sjálfur á norskn Heimskringln Snorra, og kostaði
útgáfn Werlauffs af Vatnsdælasögu 1812.
s) Carsten Tank Anker konferenzráð (f 1824) mikils metinn stjórn-
málamaðnr, er Aall fékk i félag með sér til að koma orðabókinni á prent.
8) Höfnðtitill orðabókarinnar er: »Lexicon islandico-latino-danicnm
Biörnonis Halldorssonii* etc. Er fyrra bindið (A—K) 488 bls. en hið'
siðara (L—Æ), 520 bls. Letrið er smátt og óskýrt og öllnm ytra frá-
gangi bókarinnar að pappir og prentnn fremur ábótavant. Bók þessi
er nú orðin afarsjaidgæf, enda mnn upplagið hafa verið litið. Eigin-
handarrit höf. er nn i Raskssafni 4 (í safni A. M.) og í sama safni (nr.
11) er handrit af nokkrnm viðaukum Rasks. í A. M. 422 fol. er einnig
handrit af orðabókinni m. fl. áhrærandi útgáfnna. — Hallgrimur Scheving
safnaði allmiklnm viöanknm við orðabók séra Björns, og bygg eg, að
þeir séu í Lbs. 220 8vo í glósnabroti. £r það mikið orðasafn og merkt,
öll islenzku orðin með latneskri þýðingn, en dönsk þýðing ekki alstað-
ar jafnframt.