Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 147
Skirnir]
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
137
annars, að það sé undrunarvert, að höfundurinn hafi getað
afkaatað slíku verki á svo afskekktum stað, ekki átt kost
nauðsynlegra bóka nema af skornum skammti og haft
svo mörgum sundurleitum störfum að gegna, en hann hafl
auk búsýslu og embættisanna stundað vísindi af svo miklu
kappi, að ætla mætti, að hann hefði alið allan aldur sinn
í lestrarstofu á einhverju höfuðbóli menntagyðjanna. Og
þetta eru sannindi. Orðabók séra Björns er bókmennta-
legt þrekvirki, unnið af sveitapresti í örðugu útkjálka-
brauði, og þykir ágætisrit í heild sinni.
Séra Björn var dável skáldmæltur, þótt hann iðkaði
þá list litt, og héldi skáldskap sinum ekki mikið á iopti,
(sbr. ummæli séra Björns Þorgrímssonar í æfisögu hans).
Hefur áður verið getið um raerkasta kvæði hans Fjörg-
ynarmál (mininngarljóð um Eggert Olafsson), lofkvæðið
um Friðrik konung 5. og vísurnar um sandinn. Af öðrum
ljóðmælum hans er fátt kunnugt. Hann orti nokkra sálma,
og hef eg fundið 56 alls í sama handritinu1), en surair
þeirra eru stuttir. Annarsstaðar2 *) eru nokkrar Nýársvisur
(1750—1756) eptir hann og Þokuvísur, ortar á ferð til
Otrardals 15. okt. 17638). Hann sneri einnig úr latlnu á
íslenzku svari Catós til Labienusar úr 9. bók Pharsalíu
eptir Lucanus, og öðru kvæði: »Magna petis Phaötonc
(»Mikils til þú mælist núna frændi«), hvorttveggja liðlega
ort, en orð frumtextans ekki vandlega þrædd, heldur
hugsunin, svo að hún njóti sín sem bezt i íslenzkunni4 * * *).
ísl. Bmfél. 511 8vo, en ekki er það með eiginhendi séra BjörnB.
En merkt kvæðasafn i ísl. Bmfél. 630 8vo, er nefnt hefnr verið Varð-
gjárkver, er ritað af honnm, en fátt eða ekkert af þeim kvæðnm mnn
hann hafa ort. í Lhs. 557 8vo er sálmnr á 1. snnnudag i jólaföstu 1762,
og nýárssálmnr 1763, hvorttveggja með eiginhendi séra Björns.
2) Lbs. 164 8vo.
s) Þær ern með eiginhendi höí. i Lbs. 709 8vo, en afskript i J. S.
231 4to og viðar.
4) Þýðingar þessar eru í Lhs. 709 8vo með eiginhendi höf., en af-
skr. i J. S. 231 4to bls. 259—262. Ekki er mér knnnugt nm, að séra Björn
hafi ort á latinu, og liklega hefnr hann ekki gert mikið að þvi, en eflaust
hefnr hann knnnað tök á þvl, jafngóðnr latinnmaðnr sem hann var.