Skírnir - 01.01.1924, Síða 148
138
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skírnir
Verið getur, að séra Björn hafi gert fleiri þýðingar af
latneskum kvæðum, þótt mér sé það ekki kunnugt, því
að hann hefur verið mætavel að sér. í latínu sem öðru.
Loks vil eg leyfa mér að taka hér upp tvö vísuerindi1),
frumort af séra Birni. Þau eru svolátandi:
»Æfitiminn eyðist,
nnnið skyldi langtum meir,
sizt þeim lifið leiðist,
sem lýÍBt þar til útaf deyr,
þá er betra þreyttur fara að sofa
nær vaxið hefur herrans pund
en heimsins stund
líði í leti og dofa.
Eg skal þarfur þrifa
þetta gestaherhergi
eljan hvergi hlífa
sem heimsins góður horgari,
einhver kemur eptir mig, sem hlýtur,
hið eg honum blessunar
þá bústaðar
minn nár í moldu nýtur«.
Erindi þessi lýsa mjög vel hinum göfuga, drengilega hugs-
unarhætti höf. og manndáð þeirri, er honum var runnin
í merg og bein, enda lét hann ekki sitja við orðin ein.
Nú hef eg þá lokið að lýsa, nokkru ýtarlegar en áð-
ur hefur gert verið, æfiferli og æfistarfi þessa fjölhæfa og
mikilvirka sveitaprests, er svo ósleitilega vann með höfði
og höndum, meðan dagur entist, að veg og viðreisn þjóð-
ar sinnar. Handaverkum hans hefur að vísu tönn tímans
eytt, því að hún sléttar yfir allt, sem ekki er gert úr
ævaranda efni, og þessvegna er það engin furða, þótt nú
séu horfnar menjar garðyrkju hans og umbóta í Sauð-
lauksdal eptir nær hálfa aðra ölda). En hann var ekki
’) Þau eru í Lbs. 564 8vo með hendi Gunnlaugs Briems sýalu-
manns og prentuð i 1. árg. Sunnanfara 1891, bls. 41, líklega eptir því
handriti.
’) Enginn eptirmanna eéra Björns þar mnn heldnr hafa gert sér
nokkurt far um að feta I fótspor hans að neinu leyti, nema séra Þor-
valdur Jakobsson, sem þar var prestur 23 ár samfleytt (1897—1920) því
að svo segja knnnugir menn, að þá hafi Sauðlauksdalur bezt setinn ver-
ið eptir séra Björn, og staðurinn svo að segja risið úr rústum eptir langa
vanhirðu, en ef til vill sækir allt í sama horfið við brottför hans.