Skírnir - 01.01.1924, Page 155
Átrúnaður Egils Skallagrímssonar.
i.
TJm Egil Skallagrímsson, svipmesta skáld, sem uppi
tiefur verið á Norðurlöndum, hefur verið rituð ágætust
æfisaga á norræna tungu. Þegar vér berum Egils sögu
•saman við venjulega æfisögu frá vorum dögum, skiljum
vér muninn á því að meitla blágrýti í hörg, sem standa
•skal um aldur og æfi, og fletta borðum í skála, sem tjald-
aður er til einnar nætur. En einmitt af því að sagan er
svo rammger, er hætt við, að hún skyggi á þá heimild-
ina um Egil, sem er enn merkilegri og traustari, nefni-
•lega vísur hans og kvæði. Það má fullyrða, að kvæði
Egils hefði verið lesin með meiri alúð og hugkvæmni, ef
■sagan væri ekki til. Mönnum vex að vonum þekking
og skilningur söguritarans svo í augum, að þeim kemur
varla til hugar, að fólginn megi vera í kvæðunum fróð-
'leikur um skáldið, sem sagnaritarinn hafi ekki getað hag-
•nýtt sér, en kanna megi af nútimamanni, af því að hann
á kost á ýmislegri þekkingu um fortíðina, sem hulin
var á 13. öld.
Af kveðskap Egils er Sonatorrek langmerkilegast.
Hvorki bragsnild Höfuðlausnar né orðsnild Arinbjarnar-
kviðu geta vegið upp á móti efni þessa einstaka kvæðis.
Sagan segir, að Egill hafi þrútnað svo af harmi eftir Böðv-
ar son sinn, að fustanskyrtillinn rifnaði utan af honum.
Kvæðið sýnir enn þá meira. Það sýnir, hvernig harm-
urinn sprengdi af skáldinu allar viðjar venju og siða,
sprengdi hina stirðu hringabrynju dróttkvæðanna, svo að
10