Skírnir - 01.01.1924, Síða 156
146
Átrúnaður Egils Skallagrimssonar.
[Skírnir
skáldið stendur nakið frammi fyrir oss, með und sina
blæðandi og allan styrk sinn og vanmátt bersýnilegan.
Jafnpersónulegt kvæði var ekki aftur ort á íslandi fyrr
en á 19. öld. En ef vér gerum oss grein fyrir andrúms-
lofti 10. aldar, finnum vér, að til þess að yrkja slíkt kvæði
þá, þurfti svo auðugt og umbrotamikið sálarlíf, að opin-
skástu játningar nútímaskálda virðast föndur eitt við'
þann samanburð. Sonatorrek er kvæði, sem ætti að skýra
fyrir hverjum íslenzkum unglingi. En það er furðu tor-
sótt. Það skiftir minstu þó að einstök orð sé ekki full-
skýrð. Um hitt er meira vert, að bæði höfundi Egils
sögu og nútíma-skýröndum virðist hafa sézt yfir aðalat-
riðið í efni kvæðisins. Skilningi þess atriðis brá fyrir
mig eins og leiftri fyrir nokkrum árum, þegar ég var að
fást við alt annað efni, en siðan hef ég gefið mér gott
tóm til þess að reyna hann og íhuga. Nú ætla ég að
leggja hann í dóm þeirra manna, sem vit hafa á. Ef
hann er réttur, veit ég varla betra dæmi þess, hvað rit-
skýringin má, þegar vel vill. Þó að menn fallist ekki á
hann, mun hann samt geta vakið þá til nýrrar umhugs-
unar um verk, sem aldrei verður lögð of mikil rækt við.
II.
Fyrri hluti Sonatorreks er auðskilinn að efni. Þar
lýsir Egill harmi sínum, tjóni því, sem ættin hafi beðið,
magnleysi sínu að hefna sonar sins á sjálfum höfuðskepn-
unum, vantrausti sínu á samtímamönnum. Það er alkunna,
að ættrækni forfeðra vorra var mjög rik. Ættin réð ein-
staklingnum, bar ábyrgð á honum, hann var til svo að
hún efidist. Þar sem Egill talar um frœndgarð, lýsir
hann þessum hugsunarhætti í einu orði. Ættin var heild-
in, einstaklingarnar steinar, sem hún var hlaðin úr.
Aftur á móti kemur siðari hluti kvæðisins, þar sem
Egill snýr sér að Óðni, deilir á hann og sættist við hann,
að oss óvörum. Enda hefur sá hluti verið bæði vanskil-
inn og misskilinn. Grönbech sleppir því atriði úr greinar-
gerð sinni fyrir efni kvæðisins, þó að það sé einmitt að-