Skírnir - 01.01.1924, Page 157
Skírnir] Átrúnaðnr Egils Skallagrimssonar. 147
alatriðið.1) Björu M. Ólsen les út úr þessum vísum »blend-
ing af trú og vantrú*,2) og telur þær meðal sannana um
hrörnun heiðninnar. En þvi fer mjög fjarri. Þó að eigi
væri önnur dæmi til þess að sýna trú Egils á Óðin, sem
síðar mun vikið að, þá væri það eitt nóg, að hann skuli
minnast hans í Sonatorreki. Sú trú er lifandi, sem verð-
ur aðalumhugsunarefni í slíkum harmi. Að minnast Óðins
í þessu hugheila kvæði, er að viðurkenna trúna á hann
sem »snaran þátt af sjálfum sér<. Þó að Egill lúti honum
ekki í blindni, heldur heimti reikningsskil af honum, er
engin vantrú í því fólgin. Heiðnir menn skiftu við goð
sín eins og vini sína: ey sér til gildis gjöf (um fórnir),
viðrgefendr ok endrgefendr erusk lengst vinir (um vin-
gjafir) — Hávam. 145. v., 41. v.
En hví segir Egill: »Áttak gótt við geirs dróttin«?
Var það ekki sjálfsagt, að heiðinn maður ætti vingott við
alföður, hinn æðsta guð? Hví segir hann: »görðumk
tryggr að trúa hánum«? Tók hann þá trúna á Óðin
smám saman, hikandi í fyrstu, en síðan öruggari? Svo
tala menn ekki um bernskutrú sína, sem þeir hafa ekki
tekið, heldur hefur tekið þá. Hví talar Egill um, að Óð-
inn hafi slitið vinun (vináttu) við sig? Þetta getur ekki
verið bernskuguð, þeir eru ekki kjörnir, rjúfa enga samn-
inga, þeir eru manni samgrónir eins og ættmenn, — nema
maðurinn sjálfur hafi tekið sinnaskiftum. Einmitt um slík
sinnaskifti (trúarhvörf, religiös krise) tel ég þessa vísu
bera vitni, og skal nú leiða rök að því. En til þess verð-
ur að renna augunum yfir samtíð Egils og menningu
hennar, ætt hans sjálfs og einkenni. Þó að kvæði Egils sé
merkasti vitnisburður um andlegt líf samtíðar hans, af
því að þau eru elztu kvæðin, sem enginn efast um, að
*) Y. Grönbech, Lykkemand og Niding, 23 o. áfr. Grönbech sér
(a. m. k. með pörtum) ekkert annað en ættræknina í fyrra hlutanum:
„Sönnetabet er ikke en faders klage over sin sön: en æt vaander sig i
faderen og gennem ham. Derpaa beror digtets vælde“ (sama bók bls. 29).
') Um Kristnitökuna, 10. Primsigning Egils (Egils s., k. 50) hefur
engin áhrif haft á átrúnað hans, eins og sagan segir sjálf berlega.
10*