Skírnir - 01.01.1924, Page 160
150
Átrúnaður Egils Skailagrímssonar.
[Skírnir
ið yndi í átthögum sínum. En á þessum tímum þroskast
einstaklingurinn og brýzt úr reifum ættarinnar.
IV.
Trúarbrögðin spegla oft menningu þjóðanna á þann
hátt, að þau gefa siðferðisskoðunum þeirra lifandi tákn.
Síðan hjálpa þessi tákn siðferðinu til þess að vita til sin
og verða fastara í rásinni.
Tvenns konar menning víkingaaldar: bændamenning
og víkingamenning, á að táknum tvo aðalguði þeirra
tíma: Þór og Oðin. Báðir eiga þessir guðir sér langa og
merkilega þróunarsögu, sem hér er ekki kostur á að rekja.
Eg skal aðeins drepa á stöðu þeirra í trúarbrögðum Norð-
manna og Islendinga á 9. og 10. öld.
Þór er höfuðguð allrar alþýðu. Hans nafn er sett
framan við fjölda mannanafna, og mennirnir með því
vígðir honum og gefnir í vernd hans. Hamar hans er
heilagt tákn, sem rist er til varnar gegn öllu grandi. Þórs-
dagur (flmtudagur) er heilagur dagur. Á þórsdegi hófst
Alþing hið forna, og enn í dag byrjar sumarið á íslandi
á fimtudag. Þór var, ásamt Frey og Nirði, nefndur í eið-
staf heiðinna manna. Þar sem hofum er lýst í fornsög-
um, kemur alstaðar fram, að Þór hafi verið mest tignað-
ur. Helgi magri skiftir dýrkun sinni milli Krists og Þórs,
ekki Krists og Oðins. Steinunn Refsdóttir segir, að Þór
hafi boðið Kristi á hólm, en ekki Óðinn. Þór er lifandi
eftirmynd góðs bónda, þungfær og trygglyndur, virðist
vera dálítið einfaldur, en getur þó brugðið fyrir sig djúp-
settum ráðum (Alvíssmál). Herferðir hans eru ekki vík-
ingaferðir, til fjár og frama, heldur landvörn. Hann berst
við jötnana og grynnir á þeim jafnóðum, eins og góður
búhöldur ryður steinum og illgresi úr akri sínum:
Mikil myndi ætt jötna,
ef allir lifði,
vætr myndi manna
und Miðgarði.
Hvað sem segja má um dýrkun Óðins á Norðurlönd-