Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 161
Skírnir] Átrúnaður Egils Skallagrímssonar. 151
um frá fornu fari, er það víst, að hann nær nýjum þroska
og tign með Norðmönnum á víkingaöldinni, vafalaust að
nokkru leyti fyrir erlend áhrif, en að nókkru leyti fyrir
hreytta þjóðarháttu. En Óðinn sá, sem skáldin lýsa og
smám saman eignast hvers konar mátt og vizku, svo að
nærri liggur, að hann einn megi alt og ráði öllu — verð-
ar aldrei alþýðu guð. Hann er goð víkinganna, sem vafa-
laust hafa þó líka dýrkað Þór allmikið, goð hirðarinnar,
en einkanlega skáldanna. Enda á hann ekkert erindi til
bænda og búaliðs. Hann er miklu skyldari víkingnum,
sem fer með báli og brandi, en bóndanum, sem byggir
og sáir. Hversu hátt sem skáldin lyfta honum, ber hann
jafnan svip uppruna síns, þegar hann var stormvættui'
•og draugaforingi. Hann er laus á kostunum, bragðvís
og viðsjálsgripur. Hann fer um jörðina og etur saman
höfðingjum, grímubúinn síðhöttur, ótryggur og hættuleg-
ur. En hann á kosti herkonungsins. Hann gefur sum-
um sigur, en sumum auð, í Valhöll er hinn dýrlegasti
fagnaður, sem víkingur getur kosið, blóðugir bardagar og
mjöðdrykkja skiftast á. Enn meira er þó vert um vizku
hans og þekkingu á rúnum, töfrum og ljóðum, enda hef-
ur hann keypt það dýru verði, lagt auga sitt að veði fyr-
ir vitsmuni og hengt sjálfan sig geiri undaðan á gálga til
þess að skygnast inn í dýpstu rök tilverunnar. Lýsing
Óðins, eins og skáldin litu á hann, er hvergi eins fögur
og í þessari vísu Hávamála:
Þá namk frævask
ok fróðr verða
ok vaxa ok vel hafask;
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki verks.
Að þessum Óðni, fulltrúa nýrrar og auðugri menningar,
hölluðusc þeir menn, sem brutust út úr doða sveitalífsins
og settu sér hærri mörk í afrekum og þroska.
Varð þá árekstur milli dýrkunar Þórs og dýrkunar
Óðin8? Áð vissu leyti ekki. Ásatrúin átti sér engar óbif-