Skírnir - 01.01.1924, Side 162
152
Atrúnaður Egils Skallagrímssonar.
[Skirnir
anlegar kennisetningar né guðfræðikerfi, engan lögboðinn
tignarstiga goðanna. Menn máttu kjósa sér fulltrúa með-
al goðanna eftir vild, veita honum mesta ást og dýrkun
og sjá þangað til trausts. Þeir máttu kjósa hvort sem þeir
vildu Þór eða Oðin, án þess að verða sekir um trúarvillu,.
þeir máttu kjósa Frey, Njörð eða Ullin. Þó verður þvi
ekki neitað, að andstæða Oðinsdýrkunar og Þórsdýrkunar
gægist sumstaðar fram. Alkunnur er mannjöfnuður þess-
ara tveggja höfuðguða í Hárbarðsljóðum:
Oðinn á jarla,
þás í val falla,
en Þórr á þræla kyn.
Hárbarðsljóð eru ekki ort af neinu ofstæki, varla einu
sinni til þess að draga taum annars guðsins. Skáldið lýs-
ir þeim báðum eins og þeir eru, þó að Þór verði kími-
legri, af þvi að einlyndið alla daga hefur verið hentari
skotspónn fyrir gamanskáid en marglyndið. En kvæðið
hefði aldrei verið ort, nema skáldið hefði gert sér grein
fyrir, að þessir guðir gátu verið keppinautar. Minjar um
það koma líka fram í fornsögum. í Styrbjarnar þætti
Svíakappa er sagt, að Styrbjörn hafi blótað Þór fyrir
Fýrisvalla-or8tu, en Eiríkur Oðin, og gaf hann Eiriki sig-
ur. í Gautreks sögu liðsinnir Oðinn Starkaði móti Þór, en
lætur hann síðan vinna níðingsverk á Vikari konungi
sinum að launum.
En vilji maður finna glöggva sönnun þess, að Oðinn
hafi verið fulltrúi nýrrar menningar og lífsskoðunar, verð-
ur að leita til Hávamála, kvæðis Oðins sjálfs. Það væri
mikill misskilningur að halda, að Hávamál væri yfirleitt
spegill af lífsskoðun Norðmanna (og íslendinga) um og
eftir 900. Það er alt annað. Það er kvæði, sem er ort
í vissum tilgangi, til þess að ryðja nýjum siðaskoðunum
braut, þó að margt fljóti þar með af gömlum lífsreglum,
sem áttu sér ævarandi gildi. Baugatal Grágásar er miklu
eldra i eðli sínu. Ættarinnar er lítið getið í Hávamálum,.
en vináttunnar því meir. Skyldan við ættina er horfin: