Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 163
Skirnir] Átrúnaður Egils Skallagrimssonar. 153-
ef ættmenn þínir eru þér ekki að skapi, þá eyddu held-
ur eigum þínum, láttu sjálfan þig og vini þína njóta þeirra:
oft sparir leiðum,
þats hefr ljúfum hugat.
Slíkan greinarmun ljúfra og og leiðra frænda gerði hið
forna ættarsiðferði ekki og mátti ekki gera. Eins er geð-
blær víkingalífsins yflr kvæðinu, ótti við óviss örlög, en
um leið krafa til hvers manns að vera glaður og ókvíð-
inn fram i daUðann. Eins og Axel Olrik hefur lýst1), er
harmblær yfir öllum hetjusögum Norðurlandabúa. Vér
þurfum ekki annað en minnast örlaga Helga Hundings-
bana, Sigurðar Fáfnisbana, Brynhildar, Gjúkunga, Svan-
hildar, Hagbarðs og Signýjar, Hrólfs kraka o. s. frv. Oss
er sem vér sjáum menn hlýða slíkum kvæðum og sögum
yfir drykkjarborðum, bíta á kampinn til þess að dylja
skap sitt og drekka siðan því fastar, drekkja bölsýni
sinni i glaumnum. Það var ekki við því að búast, að
þeir menn, sem áttu sér Óðin að fulltrúa og horfðu fram
á ragnarök sem- takmark heimsins, væri öruggir í gleði
sinni. Og því meir sem andlegt líf þeirra óx, því ömur-
legra var að hugsa um takmark mannlifsins og tilver-
unnar:
snotrs manns hjarta
verðr sjaldan glatt,
ef sá er alsnotr, er á.
Svipaður var lifsblær Forn-Grikkja og margra menta-
manna 19. og 20. aldar. Svo hlýtur hver maður að
líta á þetta líf, sem náð hefur miklum þroska, án þess
að eignast jafnframt von um, að ósamræmi þessarar til-
veru réttlætist síðar og samræmist æðri heild og meiri.
Gleði hans verður ekki annað en sólblik á hafi svartsýni
og uggs.
Fræðimenn hafa fyrir iöngu gert sér grein fyrir mis-
mun á goðadýrkun alþýðu í heiðnum sið og goðafræði
þeirri, sem kemur fram í Eddukvæðum, dróttkvæðum og.
J) Nordisk Aandsliv, 33.