Skírnir - 01.01.1924, Síða 164
154
Átrúnaður Egils Skallagrímssonar.
[Skirnir
Snorra-Eddu. Að vísu vantar mikið á, að málið sé rann-
sakað til hlítar, einkum hvað vita má um dýrkun ein-
stakra goða. Samt virðist kominn tími til þess að færa
sér þessar rannsóknir í nyt til þess að skilja betur and-
legt líf forfeðra vorra. Þessi raismunur alþýðutrúar og
samtíma bókmenta bendir til andstæðu í trúarbrögðum.
•En andstæða er sama sem barátta, barátta sama sem
hreifing, og engri menningu verður lýst í kyrstöðu, svo
að vænlegt sé til skilnings. Vér skulum nú athuga, hvernig
andstæður þessar virðast koma fram hjá Agli Skallagríms-
syni, mesta nafngreinda skáldi 10. aldar.1)
V.
Ætt Kveldúlfs, M^ramenn, var sundurleit mjög, eins
og segir í Egils sögu. í þeirri ætt hafa verið þeir menn,
sem fríðastir hafa verið á íslandi, og þeir sem ljótast-
ir hafa verið. Kveldúlfur sjálfur er af ætt hálftrölla,
hamrammur, ófrýnn og stirfinn, þröngsýnn og tortrygg-
ur. Hann sér ekki út yfir fylkið, vill enga vináttu
eiga við konunga, engar nýjungar aðhyllast. Hann er
starfsmaður mikill og búhöldur, gróinn við torfuna. Skalla-
grímur sonur hans er svartur maður og ljótur og líkur
feður sínum, bæði yfirlits og að skaplyndi. Lýsing Skalla-
gríms og iðju hans í Egils sögu er besti minnisvarði, sem
reistur hefur verið góðum íslenzkum búanda.
Hinn þátturinn kemur inn i ættina með konu Kveld-
úlfs, Salbjörgu Káradóttur. Berðlu-Kári, faðir hennar, er
göfugmenni og glæsimenni. Synir hans, ölvir hnúfa skáld
og Eyvindur lambi, verða báðir hirðmenn Haralds kon-
l) Merkasta ritið um afstöðu Óðins og Þórs er Henry Petersen,
Om Nordboernes gudedyrkelse og guöetro i hedenold (1876). Finnur
Jónsson (Odin og Tor, Arkiv for nord. filologi, XYIl, 1901) lítur nokk-
uð öðruvisi á málið en hér er gert, og álitur minna mun alþýðutiúar og
goðafræði þeirrar, sem kemur fram í bókraentunnm. Mikils fróðleiks um
goðadýrkun Norðmanna má vænta af rannsóknum Magnus Olsens, He-
denske kultminder i norske stedsnavne, en af þeim er ekki komið nema
J. bindi (1915).