Skírnir - 01.01.1924, Side 165
íSkírnir]
Atrúnaðnr Egils Skallagrímssonar.
155
ungs, en Salbjörgu sjálfri er svo lýst, að hún hafi verið
kvenna vænst. Þórólfur Kveldúlfsson líkist móður sinni
og móðurfrændum. Hann er fríður sýnum, gleðimaður,
öriátur og ógætinn, hirðmaður, víkingur og glæsimenni.
Sá þáttur ættarinnar kemur enn fram í Þórólfi Skalla-
grímssyni, Kjartani Olafssyni, Skúla Þorsteinssyni o. fl.
En mesti maður ættarinnar, Egill Skallagrímsson,
erfir jöfnum höndum einkenni beggja þessara sundur-
leitu þátta, — og er þá ekki við að búast, að fult sam-
ræmi verði á milli. Þórólfi hvorumtveggja og Skallagrími
verður lýst í fám orðum. Agli verður ekki lýst, nema
rakin sé saga hans.
Egill hefur yfirlit föður síns og afa, er þunglamalegur
í framgöngu og skaplyndi, á örðugt með að láta tilfinn-
ingar sínar í ljósi (eins og sést af visum hans um Ásgerði),
er bæði ágjarn og fasthaldur á fé og gerist með aldrinum
búsýslumaður mikill. — Á hinn bóginn er hann æfintýra-
fús og vigreifur, skáld og rúnameistari, og lofar sjálfur
■opinspjalt geð sitt. Hann er skrautgjarn, elskar gull-
hringa og silkislæður, og minnist þess í elli sinni sér til
hugarléttis þegar »mildir menn fyr handan eyneglda jarð-
ar gjörð hegldu honum hauks háfjöll digulsnjávi.* Hann
leynir ekki fé sínu eins og Snorri goði, sem reið frá skipi
svörtu merhryssi í svartri kápu og fornum trogsöðli og
vopn lítt til fegurðar búin —, en geymdi andvirði Helga-
íelMands, í sjóði undir kápu fóstra síns. Egill aðhyllist
konunga og glæsimenni, og vináttan verður meginþátt-
ur í lífi hans.
Nú er Egill að vísu svo sterkur í skapi, að ósamræm-
is þessa gætir minna en ætla mætti. Þó kemur það stund-
um berlega fram, og skal ég nefna eitt skýrt dæmi, áður
■en lengra er rakið.
Egill berst við Ljót inn bleika, vegna vináttu sinnar
við Arinbjörn, sem hann átti líf sitt og flest annað gott
að launa. Hann er í góðu skapi eftir hólmgönguna, hann
hugsar eins og víkingur, eins og riddari: