Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 166
156
Átrúnaðnr Egils Skallagrímssonar.
[Skirnir
Séka lóns til launa
logbrjótandi í móti,
jafn var mér gnýr geira
gamanleik við hal bleikan.
En þegar víman eftir víg og sigur er af honum runnin,.
raknar fégirnin og fastheldnin við. Hann tekur siðar
áhyggjur svo miklar um fjárheimtuna eftir Ljót, að hann
mælir ekki orð. Arinbjörn telur sér ekki fært að heimta
jarðir Ljóts i hendur konungi, en býður Agli að greiða
honum 40 marka bætur af sínu eigin fé. Og Egill er
ekki stórlátari en svo, að hann gerir drengskap sinn til
fjár, þiggur bæturnar af Arinbirni og tekur aftur gleði
sína.
Það er ekki furða, þó að slíkur maður geti vilt seinni
tíma mönnum sýn. í sumra augum er Egill kjörinn full-
trúi víkinganna, í annara augum bændanna, hinnar fornu
ættartrygðar.1) En aíburðir Egils verða ekki metnir,
nema menn geri sér grein fyrir því, að hann var bæði
mikill bóndi og mikill víkingur — og maðurinn verður
ekki skilinn, nema sýnt sé samhengið milli þessara þátta
og ekki ósamræmið eitt.
Þó að ekki væri ástúðlegt með þeim feðgum, Agli og
Skallagrími, hefur Grímur þó snemma séð, að Egill var
betur til þess fallinn en Þórólfur að taka við óðalinu á
') „Vilhelm Grönbeeh prövde a visa kor grnnn-ulike me og dei'
gamle nordbuane er. I Egil Skailagrimsson ser han den lypiske represen-
tanten for det gamle ættesynet, frændekjærleiken. Men ein annan iike
kundskabsmetta og fintenkt granskar, Axel Olrik, „opfatter Egil som indi-
vidualitetens store gennemhrud", og segjer um denne diametrale mot-
setnaden millom honom og Grönbeeh, at „der m& öjensynlig være noget
nsikkert ved de regler hvorefter sadanne typer opstilles““ (grein eftir
Knnt Liestöl, Syn og segn 1922, 387). Grönbech kallar Egil i annari
andránni „den mest gammeldags af alle sagaheltene11, „den sidste store
frænde“, og viðurkennir i hinni, að hann „i (sin) jeghævdelse gaar langt
ud over den kultur, i hvilken han har sit aandelige fæste (Lykkemandi
og Niding, 23, 43, 109). — Um víkinginn og skáldið Egil, ískason vik-
ingaaldarinnar, hefur Guðm. Einnbogason ritað snjalla grein i Skirnn
1905, 119-133.