Skírnir - 01.01.1924, Page 167
:Skírnir]
Átrúnaður Egils Skallagrimssonar.
157
Borg. Þórólfur var svo líkur náfna sínum og föðurbróð-
ur, að hann var ekki líklegur til þess að festa yndi í
föðurgarði. Hann fer ungur utan, faðir hans fær honum
fararefni og mælir ekki í mót. Egill situr heima og á
að sitja heima. Bera húsfreyja Ingvarsdóttir sér að vísu
snemma, að Egill muni vera víkingsefni, en Skallagrímur
tekur hart á æskubrögðum sonar síns. Enginn vafi er á
íþvi, að hann hefur ætlað að ala Egil upp í sinni mynd,
-eins og hann hafði yfirlit til, gera úr honum góðan bú-
þegn og ættarskjöld. Ekki þarf heldur mörgum getum
um það að leiða, hvor skipað hafi öndvegi í hofi og dýrk-
un Skallagríms, Þór eða Óðinn. Grímur hefur ekki þózt
hafa það við hirðina og hina nýju menningu að virða,
að honum sæmdi að sækja goð sín úr þeirri átt. Egill
hefur alizt upp við ríka Þórsdýrkun, verið snemma inn-
rætt að tigna og treysta á þann guð, sem var vörður og
verndari hinna friðsömu og starfsömu bænda, en þó ör-
uggur til áheita í sæförum og harðræðum. Það er meira
■að segja líklegt, að Grímur hafi brýnt það fyrir syni sín-
um, að treysta ekki höfðingjum né Óðni guði þeirra, mint
hann á forlög Þórólfs Kveldúlfssonar, hvernig konungur
og Óðinn reyndust honum.1) Þó að sjónhringur Egils
breyttist og víkkaði síðar, hlaut hann að bera menjar
þessa uppeldis og æskutrúar alla æfi.
Egill fer utan 14 vetra. Hann er þá að afli, vexti og
viti jafngildur fullrosknum mönnum, en þó auðvitað næm-
ari á ný áhrif fyrir aldurs sakir. Hann fer utan í trássi
við alla menn og án fararefna frá föður sinum. Skalla-
grími þykir stórum ver, að Egill fari utan í víking og til
þess að þjóna höfðingjum, og losni svo af rótum sínum,
enda myndi honum sjálfum aldrei hafa komið slíkt til
hugar á unga aldri. Aftur á móti álítur Þórólfur Egil bróður
sinn of stirfinn og óþjálan, of mikinn bónda, til þess að
geta samið sig að siðum erlendra manna og tiginna.
*) I visu, sem Egils saga eignar Kveldúlfi og vel getar verið rétt
feðruð, segir: Þundr (Oðinn) kaus þremja skyndi (hermann, o: Þórúlf)
tii (of) snimma.
1