Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 168
158
Átrúnaður Egils Skallagrímssonar.
[Skirnir
Egill hefur mál sitt fram með ofbeldi og hótunum. Hann
er erlendis 12 vetur samfleytta.
I Noregi byrjar nýtt uppeldi. Þórólfur verður fyrir-
mynd Egils, að svo miklu leyti sem jafnstórfeldur og
frumlegur maður getur tekið sér annan til fyrirmyndar.
Egill leggur alla þá heitu ást á bróður sinn, sem sundur-
leitur maður getur borið til þess, sem samræmur er.
Hann bindur vináttu við Arinbjörn, sem dauðinn einn
getur rofið. Arinbjörn veitir Agli hver sem í hlut á, þeir
deila hvor við annan geði og gjöfum. Það er unga kyn-
slóðin í Noregi, sem setur vináttuna í öndvegið, kynslóð-
in, sem sennilega hefur skapað Hávamál.
Þetta nýja líf gerir bæði að laða Egil að sér og hrinda
honum frá sér. í Noregi heldur hann áfram fjandskap
feðra sinna við konungsættina, en á Englandi gerist hann
hirðskáld og handgenginn konungi. Hann verður lært
skáld, sem ryður nýjar brautir í orðavali og háttum.
Hann nemur rúnar, svo að telja má, að hann hafi verið
kunnugur öllum leyndum dómum þeirra myrku vísinda.1)
Vér eigum einmitt kost á að kynnast honum fyrsta vet-
urinn í Noregi, í veizlunni hjá Bárði. Hann heldur hinni
nýju þekkingu sinni á lofti, eins og ungum mönnum er
titt:
Rístum rún á horni,
rjóðum spjöll í dreyra,
þau velk orð til eyrna
óðs dýrs viðar róta.
Hér eru tekin fram þrjú aðalatriði rúnatöfi’a: að rista
rúnar, rjóða þær í blóði, mæla fram formála, smbr. Háva-
mál, 144. v.: Veiztu hvé rista skal? — Veiztu hvé fáa
*) Smbr. visu hans: Skala maðr rúnar rista, nema ráða vel kunni'
o. s. frv. I merkilegri grein, Om Troldruner (Edda V, 225 o. áfr.) hefur
Magnus Olsen fært rök ab þvi, að Egill hafi rist á níðstöng sína tvær
vísur um Egil hlóðöx og hafi verið nákvæmlega 144 rúnir í kvorri, þ.
e. a. s. sex sinnum rúnastafrófið (fuþark), en sú tala (24) hafi veriö
talin máttug í eðli. M. 0. álitur líka, að frásögn Egils sögu, að Sona-
torrek hafi verið rist á kefli, sé sannleikanum samkvæm.