Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 169
Skirnir] Átrúnaðnr .Egils Skallagrimssonar. 159-
skal? — Veiztu hvé biðja skal? Sama gleði yflr skáld-
skapar-iþróttinni kemur fram í annari visu við það tækifæri:
rigna getr at regni,
regnbjóðr, Háars þegna.
Hér er skáldskapurinn kallaður regn »Oðins þegna«, en með
þeirri kenningu á Egill ekki aðeins við Ásu, heldur líka
dýrkendur Óðins á jörðu, einkum skáldin — þar á meðal
sjálfan sig. Hann er orðinn handgenginn maður Óðins. Nýr
guð hefur komið með nýrri menningu. »Áttak gótt við
geirs dróttint, sagði Egill löngu seinna. Þegar Egill rist-
ir Eiríki konungi níð, er Óðinn fulltrúi hans. Hann neyt-
ir tveggja íþrótta Óðins, skáldskapar og rúna, hann heitir
á rögn og Óðin, nefnir Frey og Njörð, en eklci Þór:
Svá skyldi goð gjalda,
gram reki bönd af höndum,
reið sé rögn ok Óðinn,
rán míns féar hánum;
folkmýgi lát flæja,
Freyr ok Njörðr, af jörðum,
leiðisk lofða stríði
landáss, þanns vé grandar.
Óðinn (landáss) heyrði bæn hans. Eiríkur hrökk úr landi.
Átrúnaður þarf minna en slíka jarteikn til þess að styrkj-
ast. Um þetta skeið æfi sinnar gat Egill síðar sagt, að
hann hefði gerzt tryggur að trúa Óðni.
Eftir fall Þórólfs og langa útivist hverfur Egill aftur
heim til Borgar, og Skallagrímur verður syni sínum feg-
inn. Hann tekur til fjárforráða og bús umsýslu engu
miður Skallagrími, segir sagan. En hann á bágt með að
festa yndi. Hann fer aftur utan, og er erfitt að segja,
hvort ríkar dregur hann, útþrá víkingsins og eirðarleysi,
eða fastheldni bóndans við rétt sinn og fjárkröfur. Hann
rekur harma sinna og heldur enn heim. Faðir hans and-
ast, Egill tekur við óðali og goðorði, hann getur börn og
ann þeim mikið, og samt festir hann ekki rætur. Hann
kemur ekki við málaferli manna hér á landi, sjónhringur
hans er annar og víðari, og hann fer enn utan. Svo
'