Skírnir - 01.01.1924, Side 171
Skírnir]
Átrnnaður Egils Skallagrímssonar.
161
um var aldrei neinnar verndar að vænta. »Hvat akal
íhans trygðum trúa« (Hávamál, 110. v.). Hann safnaði liði
til Valhallar, heimti Böðvar að leita kynnis til frænda
sinna, er fallnir voru áður, en virti ættarheill að vettugi.
Hann hafði gengið á trygðir við Egil. Hvað hafði Egill
þegið af honum, er gæti jafnað þau skifti? Var það svo,
að Óðinn afrækti hann líka, af því að Egill hafði heldur
•ekki verið heill í átrúnaði sínum á hann: hafði lagzt und-
ir höfuð orustur og skáldskap fyrir búsýslu og barngetn-
að? Stóð hann þá uppi öllum heillum horfinn: sonfár og
goðlaus, víkingur — og þó fastur við torfuna, bóndi —
og þó án frændstyrks?
Við þennan efa vildi Egill ekki lifa.
En Þorgerður finnur leiðina út úr þessum ógöngum,
Án þess að þekkja þær — með bragðvísi og djúpsæi kon-
•unnar, sem veit miklu meira en hún hugsar. Hún dreg-
ur athygli föður síns frá myrkrinu, sem hann hafði ein-
starað inn í. Hún bendir honum ekki á skáldskapinn
sem ráð til þess að svala sorginni, heldur heimtar hún
erfikvæði eftir bróður sinn. »Seint ætla ek Þorstein son
þinn yrkja kvæðit eptir Böðvar«. Egill byrjar:
Mjök erura tregt tungu at hræra o. s. frv.
En honum léttir eftir því sem líður á kvæðið. Það verð-
ur meira en minnisvarði yfir sonu hans, það verður varða,
sem vísar honum leið út úr refilstigum efasemda hans.
Hann veltir fyrst þyngsta farginu af sér með því að
segja harm sinn allan. Hann segir frá hefndarhug sínum
■og magnleysi í átakanlegustu vísunum, sem ég hef lesið
— átakanlegustu af því, að ég hef aldrei vitað magnleysið
beygja sterkara mann:
Veizt ef þá sök hroða vábræðr,
sverði of rækak, ef viða mættak,
var ölsmið færak andvígr
allra tíma; ok Ægis mani1).
‘) Ölsmíðr, liroða (stormsins) vábróðir = Ægir; Ægis man = Rán;
eg færi andvigur (á hendur) Ægi og Rán ef eg mætti reisa rönd við þeim
^viða = herjast við, sigra, fella).
11