Skírnir - 01.01.1924, Page 172
162
Átrúnaður EgilB Skallagrímssonar.
[Skirnir
En ek ekki
eiga þóttumk
sakar afl
við sonar bana;
þvít alþjóð
fyr augum verðr
gamals þegns
gengileysi.
Þegar hann hefur létt mestu þyngslunum af brjósti'
sér, sér hann nógu skýrt og hugsar nógu fast til þess að*
meta viðskifti sin við Oðin1). Hverjar eru þær »bölva
bætur«, sem hann hefur fengið Agli? Framar öllu »íþrótt
vammi firð« — skáldskapurinn. íþrótt, sem hafði verið
athvarf hans og huggun, hvenær sem á reyndi, íþrótt,
sem gat gert hverful orðin að óbrotgjörnum varða. TvÍBvar
hafði hún borgið lífi hans. í Jórvík, þegar hann bar
Höfuðlausn fyrir kné Eiríks og skáldfé hans var úlfgrátt
höfuðið á hans eigin bol. Aftur nú, þegar hún hafði létt
af honum fargi harmanna, svo að hann gat andað og
lifað. Mörg af stórskáldum heimsins hafa með dýrum
orðum sungið lof þeim hæfileika, að geta látið harma sína
í ljós með orðum. En aldrei hefur neitt fegurra verið'
sagt um þessa blessun játningarinnar en máltæki íslenzkr-
ar alþýðu: segðu steininum heldur en engum. Grikkir
kölluðu Dionysos lyaios, leysandann. Oðinn var Dionysos
og Apollon Norðmanna í einni persónu, mjöðvaldur og
óðvaldur. Og Egill þakkaði honum fyrir að hafa leyst
þela sorgarinnar úr brjósti sér og breytt honum í straum
hrynjandi ljóða.
En Egill átti Óðni líka að þakka hið opinspjalla geð*
víkingsins, sem breytir svikráðum óvinum í vísa fjand-
menn. Það er enn Óðinn lyaios — djörfungin og mátt-
urinn að segja í stað þess að þegja. Bóndinn er tortrygg-
*) Ibsen hefur í drápu Örnólfs í Hærmændene paa Helgeland stælt
Sonatorrek. Er sú stæling léleg og sýnir meira vilja en getu að nota
sér fengið fé, en því sorglegra er til þess að hugsa, að stælingin skuli
utan íslands vera miklu kunnari en frumkvæðið. M. a. sést Ibsen alveg
yfir stigandina i kvæðinn. Örnólfur segir þegar í 2. vísu:
Skjaldeguden skjænked
evne mig at sjunge ....
En Egill lofar, eins og eðlilegt er, iþrótt sína ekki fyr en í kvæðislok.