Skírnir - 01.01.1924, Side 174
164 Átrunaður Egils Skallagrímssonar. fSkirnir
víkingslundar sinnar. í því kvæði er ekkert ósamræmi.
Hann hverfur frá óðali sínu og unir sér bezt hjá dóttur
Þórólfs bróður síns, sem hafði verið fyrirmynd hans á
æskuskeiði því, er skar úr örlögum hans. Hann Iifir í
endurminningum um bardaga sína og dvöl með tignum
mnnniim, og yrkir fram í dauðann. En aldrei er hann
annar eins Óðinsdýrkandi og þegar hannn ætlar síðast til
Alþingis með silfrið frá Aðalsteini, sem hann hafði aldrei
við sig skilið og haldið fastast fyrir föður sínum. lÆtla
ek at láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjöl-
mennast. Síðan ætla ek at sá silfrinu, ok þyki mér
undarligt, ef allir skifta vel sín í milli. Ætla ek, at þar
myndi vera þá hrundningar eða pústrar, eða bærisk at
um síðir, at allr þingheimrinn berðisk.* Hann ætlar að
gera fé sitt að rógmálmi skatna, etja mönnum saman að
dæmi Óðins, fá honum enn fylga, þó að sjálfur mætti
hann ekki vega. — En þegar þingförinni er afstýrt, fel-
ur Egill fé sitt eins og faðir hans hafði gert, að bænda
sið.
Svo hefur verið að orði kveðið, að Egill mætti varla
kallast íslendingur1). Þetta má til sanns vegar færa. Ætt-
in var nýflutt til íslands, enda elst Egill að nokkru leyti
upp i Noregi. Egill er ekki íslendingur í þeim skilningi,
að hann sé kominn af íslendingum. En Islendingar eru
Tcomnir af honum. Sonatorrek er fyrsta íslenzka kvæðið
og Egill fyrsti íslendingurinn að því leyti, að hjá honum
kemur fyrst skýrt fram sú sundurgreining sálarlifsins, sem
skapaðist við flutning íslendinga vestur um haf og varð
skilyrði andlegra afreka þeirra, sem þeir unnu fram yfir
Norðmenn. Egill hefur, eins og alkunnugt er, orðið einn
kynsælastur maður á íslandi. Og þó er ætt hans meiri
en afkomendur hans. íslendingar hafa eftir því sem tím-
ar líða hallazt meir að dýrkun Óðins en Þórs. Hér hefur
einstaklingsins löngum gætt meir en ættjarðar og ættar.
íslendingar hafa átt litla trygð við torfuna, hafa beitt
‘) Axel Olrik, Nordisk Aandsliv, 76.