Skírnir - 01.01.1924, Page 176
Hvenær er Jón Arason fæddur?
í Skírni fyrir árið 1920 bls. 19—26 birtist eptir mig
ritgerð þar sem jeg leitaðist við að sanna, að Jón biskup
Arason hafi verið fæddur fyr en alment hefur verið talið,
þ. e. á árunum 1474—78, í stað 1484. Ýmsir merkir fræði-
menn fjellust á skoðun mina, og settu fæðingarár hans
1474, er þeir mintust hans.
En nú hefur prófessor Dr. Páll Eggert Ólason vefengt
þessa skoðun mina, og heldur því fram, að fæðingarár
Jóns sje rjett talið eius og áður hefur tíðkast eða 1484,
sjá Skírni 1923 bls. 117—25. Af því að jeg hef ekki get-
að sannfærzt um rjettmæti skoðunar hans í þessu efni,
heldur styrkzt í því, að jeg hefði rjettara fyrir mjer en
hann, verð jeg að gera nokkrar athugasemdir við þessa
ritgerð hans.
Röksemdir mínar voru í fjórum liðum, og skal jeg
nú athuga þær í sambandi við grein Dr. Páls.
í fyrsta lagi stendur það alveg skýrt i Biskupasög-
um Bókmentafjelagsins II. bls. 326, að Einar ábóti ísleifs-
son, svo nefndur þar fullum stöfum, ömmubróðir Jóns
biskups, hafi látið kenna honum hjá sjer í hans uppvexti,
en nú er Einar ábóti dáinn fyrir fardaga 1487, svo að
það er óhugsandi, að hann hafi getað látið kenna Jóni i
uppvexti hans, ef hann hefði verið fæddur 1484; Dr. Páll
játar líka sjálfur að Jón geti ekki hafa verið í skóla þessa
ábóta, en hann heldur að Oddur biskup Einarsson, hafi
blandað saman þeim ábótunum Einari þessum og Einari
ábóta Benediktssyni; en þetta er aðeins lausleg ágizkun,
sem við ekkert hefur að styðjast, og er meira að segja al-