Skírnir - 01.01.1924, Side 178
168
Hvenær er Jón Arason fæddur?
[Skirnír
það rjettlætir alls ekki, að Jón Arason 18 vetra gamall
hefði verið settur fyrstur dómspresta.
En það er óþarfi að fjölyrða frekara um þetta atriði,
því það er nú fullsannað, að nefnt brjef, árfært 1502, er
frá 1517, svo þá er það í alla staði eðlilegt, að Jón Ara-
son sje talinn fyrstur prestanna, næstur á eptir ábótunum.
Sá sem fyrstur tók eptir því, að brjefið frá 1502 er
sama og brjefið frá 1517, var ættfræðingurinn Vjesteinn
H. Dofri, (svo hefur Jósafat Jónasson pefnt sig í fjölda
mörg ár, og vill láta kalla sig svo), sem mest og bezt
hefur rannsakað ættir Islendinga á miðöldunum, svartasta
tímabilinu í bókmentasögu vorri. Þessar rannsóknir hans,
sem hann nefnir x>Búta*, eru prentaðar í tímaritinu
»Syrpa« sem Ólafur Thorgeirson konsúll í Winnipeg gef-
ur út, og er því miður i alt of fárra manna höndum hjer
heima, því tímaritið er mjög fróðlegt að efni og innihaldi,.
og eru þó »Bútar* vafalaust einhver bezta og þjóðlegasta
ritgerðin í því. í brjefi til min dags. 29. desbr. 1921
benti hann á, að þetta væri hvorttveggja sama brjefið.
Jeg skýrði svo útgefanda Fornbrjefasafnsins Dr. Jóni þjóð-
skjalaverði Þorkelssyni þegar frá þessu, og hafði hann
ekki ]ni tekið eptir því. Jeg hef skýrt svona ítarlega
frá þessu, af því að neðanmálsgreinin í ritgerð Dr. Páls
bls. 122 er ónákvæm, eða jafnvel villandi.
Þessi liður í röksemdafærslu minni er því fallinn.
í þriðja lagi tók jeg það fram, að framkoma og þátt-
taka ýmsra barna Jóns i opinberum störfum, eins og hún
þekkist nú af ýmsum skjölum, bendi á, að þau hafi ver-
ið eldri en alment hefur verið talið, og Jón Arason þá
um leið eldri. Eptir því sem alment er talið, gátu elztu
börn þeirra Helgu ekki verið fædd fyr en 1508; 1519'
voru þau búin að eiga 9 börn, 6 af þeim náðu fullorð-
ins aldri, og 7 þó, ef Þuríður er talin með, sem hæpið
er að telja. Tvö af börnunum hafa þvi dáið ung, og það'
gátu alveg eins verið þau elztu, og ætti Ari þá að vera
enn yngri en talið hefur verið, og því enn ljósara, að eitt-
hvað er bogið með aldur hans og annara systkina hans„