Skírnir - 01.01.1924, Page 180
170 Hvenær er Jón Arason fæddnr? [Skírnir
athugunar síðan meir. Jeg skal nú afdráttarlaust viður-
kenna það, að jeg tek alveg undir ummæli höf. um Árna
sem fræðimann. Hann tók eptir öllu smáu og stóru, sem
snerti sögu Islands, og ritaði það niður sjer og öðrum til
athugunar. Auðvitað verða allir sem rannsaka söguna, að
fikra sig áfram, þangað til þeir komast að fastri niður-
stöðu. Og það er ekki eina athugasemdin um þetta efni,
sem Árni hefur skrifað; hann hefur haldið áfram að fikra
sig áfram. Jeg skal nú tilfæra aðra athugasemd eptir
hann, einmitt um aldur Ara. Hann segirsvo1) »1529 var
Ari Jónsson kosinn til lögmanns, að vísu af nokkrum,
öðrum þótti hann of ungur til að vera lögmaður.
Látum hann hafa verið þrítugan þá er hann fæddur
1499.
Ef 28 ára er hann fæddur 1501
— 26 — - — — 1503
— 24 — - — — 1505
Yngri kynni hann varla að hafa verið.
Þetta sýnist að bevísa það bp. Jón hafi fyrr fæddur
verið en menn skrifa.*
Þetta skrifar hinn lærðasti og nákvæmasti allra íslenzk-
ra fræðimanna, og get jeg ekki neitað því, að jeg tek meira
mark á því, en því sem aðrir segja órökstutt, einkum
þegar þessi ummæli koma heim við önnur skilríki.
I fjórða lagi tók jeg það fram, að varla væri hægt
að kalla hálfsjötugan mann »ellimæddan«. Um þetta má
auðvitað altaf deila. Jeg hef athugað í huga mínum
menn sem jeg hef þekt, bæði þá sem nú lifa og liðna,
bæði menn, sem lifað hafa við allsnægtir, og hina, sem
hafa orðið að vinna baki brotnu, og ekki fundið nema
einn mann á þeim aldri, sem jeg gæti kallað »ellimædd-
an«, en hann var líka brjóstveikur, og hafði altaf átt
við örbirgð að búa.
Enn hafði jeg bent á það ósamræmi, sem er í frá-
sögninni í sjálfum Biskupasögunum bls. 325—26. Þar
stendur fyrst, að Jón biskup hafi verið fæddur 1484, síð-
‘) A. M. í 267, 8vo.