Skírnir - 01.01.1924, Side 182
Um Þórsdrápu.
Nokkrar athugasemdir,
Á námsárum mínum í Kaupmannahöfn komst eg einu'
sinni í það að skýra Þórsdrápu Eilífs Goðrúnarsonar fyrir
danska stúlku, sem ekkert kunni í íslenzku. Hún var
ljósmyndari, og varð það samkomulag okkar, að eg skýrði
fyrir henni drápuna, en hún tæki af mér ljósmyndir í
staðinn. Hafði hún leitað til prófessors Finns Jónssonar,
og hann sendi hana til min. Það fann eg, að hún bjóst
við, að mikil vizka væri fólgin í Þórsdrápu og þar með
ráðning einhverrar gátu, sem eg þó fekk ekki að vita
hver var. Er þar skemst af að segja, að eg özlaði með
ungfrúnni stríða strauma drápunnar, og hafði ekki annan
staf við að styðjast en skýringar Þorleifs Jónssonar. Og
er hún úr sögunni.
Um Þórsdrápu segir prófessor Finnur Jónsson:
»Það orð leikur á þessu kvæði, að það sé hið myrkkveðn-
asta og torskildasta kvæði, sem til sé, og er það ekki
rangt. Það er hið einasta kvæði, er hægt er að segja
um, að skáldið hafi gert sér leik til þess að yrkja flókið;.
einkum eru kenningarnar myrkar og nokkuð langsóttar,
og hann byltir um liðum þeirra miklu meir en flestir
aðrir. En það er einhver fornaldarkraftur í þvi.« (Bók-
mentasaga íslendinga. Khöfn 1904—5, bls. 127.).
Sjálfur hefir próf. F. J. gert allra manna mest til að
ráða gátur þessa kvæðis. Hann hefir gefið það út með
tekstamun og skýringum í »Oversigt over det kgl. danske
Videnskabernes Selskabs Forhandlinger,* 1900, Nr. 5., en
síðar í »Eddu Snorra Sturlusonar«, Rvík 1907, og loks í
»Den norsk-islandske skjaldedigtning,« Khöfn 1912.