Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 183
ISkírnir]
Um Þórsdrápu.
178
Þóradrápa er vel þess verð, að alúð sé við hana lögð,
og oft hefi eg rýnt í hana um stund. Það, sem dregur
mig að kvæðinu, er »fornaldarkrafturinn,« sem próf. F. J.
talar um, kyngikraftur málsins og afltök andans, eínkum
í náttúrulýsingum. Hins vegar þykir mér fátt betri skemt-
un en að glíma við »þat er hulit er kveðit,* torráðnar
vísur. Þær eru eins konar myndagátur málsins. Alt virð-
ist í fyrstu á víð og dreif, samhengislaust, reglulaust,
hvernig sem því er snúið fyrir sér, unz það skyndilega
rennur saman í lifandi heild, fær svip og sál.
Eg leyfi mér nú að koma með athugasemdir við nokkr-
ar vísur í Þórsdrápu, er mér virðist mega skýra á annan
veg, en gert hefir verið. Hefi eg fylgt þeim reglum, að
reyna að skýra vísurnar eins og þær standa í handritun-
um, því að alt af er það neyðarúrræði að breyta teksta
til þess að fá vit í hann; að raska eigi röð orða í vísu
meira en þarf til skilnings, og loks, að kjósa þá skýring-
una, er gefur skáldlegasta mynd, þeirra er um er að velja.
Almenningur hefir í höndum Reykjavíkurútgáfu próf. F.
J. af Snorra Eddu með kvæðinu og skýringum, og getur
því borið pað, sem hér verður sagt, saman við það, sem
iþar stendur.
1. vísa. »Fjörnet« held eg eigi að skýra: net (eða
vél, eins og Snorri kallar netið) til að ná lífi annars, sbr.
*fjörráð.« Að »fella net« er að setja þinul á það. »Fjör-
nets fellir flugstalla goða« er þá sá, er býr jötnum fjör-
Jráð = Þórr.
3. vísa. Görr varð í för fyrri
farmr meinsvárans arma
sóknar hapts með svipti
sagna galdrs en tögnir.
í handriti Konungsbókar, sem lagt er til grundvallar
við útgáfu kvæðisins, stendur »taugnir.« Tvö önnur hand-
rit hafa »rognir< í staðinn, og próf. F. J. tekur »Rögnir* í
tekstann. Eg held nú, að »taugnir« megi standa og sé
heiti, er skáldið gefur Þjálfa og merki hið sama: taugnir =
tögnir = tognir (af tog eins og aurnir af aurr, - hlífnir