Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 185
Skirnir]
Um Þórsdrápu.
175'
mundangshófið milli »hapts« og »mans«? »Man« er
haft um frjálsa konu jafnt og ófrjálsa. Til er »hapta« um
ófrjálsa konu, og hugsanlegt yæri, að verið hefði til hvorug-
kyns orð sömu merkingar, og mátti þá eins hafa orðið
>haft« um frjálsa konu eins og orðið »man«
»Sviptir sagna galdrs« væri sá, er léti málæði, sögu-
þvætting, falla niður, sbr. að svipta seglum, svipta borð-
um. »Galdr« er í kenningum látið merkja orð, og »gala«
er einmitt haft í Lokasennu um hviksögur Loka: »Flá er
þér tunga — hygg at þér fremr myni — ó-gótt of
gala.* >Sviptir sagna galdrs« á því vel við um Þór í
Lokasennu, sbr. orð hans við Loka: »Þegi þú rög vættr
— þér skal minn þráðhamarr — Mjöllnir mál fyrnema,«
Má ætla, að skáldinu væri sú senna hugstæð, er hann
kvað um Þór og Loka. Samkvæmt þessu tek eg vísuna
svo saman: Arma farmr sóknar hapts, görr meinsvárans,
varð fyrri í för með svipti sagna galdrs en tögnir.
4. visa. Ok gangBvanir gengu
gunnvargs himintörgu
fríðar vers til fljóða
frumseyris kom dreyra.
Þessum teksta hefir próf. F. J. breytt á þrem stöðum til
að gera vísuna skiljanlega (»fríðar« í »fríðrar«, »vers« í
»unz« og »frumseyris« í »frumseyrir«). Eg held, að þess
þurfi ekki, og tek svo saman:
Ok gunnvargs gangs vanir gengu; kom til himintörgu
vers dreyra fljóða frumseyris Fríðar.
»Gunnvargur« = sverð; orð, sem merkja úlf, koma fyrir
í sverðkenningum, sbr. »málvitnir«, »hjalm-Fenrir«, og
virðist eins mega hafa þau, er sverð er kent til orustu,
eins og linn eða naðr, sbr. »róglinnr«, >rógnaðr; »gangr
sverða« = orusta kemur fyrir hjá Haldóri ókristna, sam-
tíðarmanni Eilífs; »himintarga« = sólin, »ver = haf, haf
sólar = himinn, dreyri himins = vatn (dreyri kemur fyrir
í vatnskenningum: »dreyri jarðar«, »sals dreyri*, og ef til
vill gæti »salr« þar merkt himin, er þess er minst, að
dvergar kalla himiu »drjupan sal«); »frumseyrir Fríðar«