Skírnir - 01.01.1924, Side 186
176
Um Þórsdrápu.
[Skírnir
(jötunmeyjar) = sá er fyrstur hefir mök við hana, þ. e.
jötunn, sbr. »frumverr«; »fljóð« jötuns eru þær dætur
Geirröðar, vatn þeirra = áin, sbr. frásögn Snorra: »Þá
sér Þórr uppi í gljúfrum nokkurum at Gjálp, dóttir Geir-
röðar, stóð þar tveim megin árinnar ok gerði hon ár-
vöxtinn«.
5. vlsa. »af hagli oltnar hlaupáar« held eg merki
»oltnar af jökli« sbr. »haglfaldin« um jörðina, enda kem-
,ur helzt hlaup í jökulár.
6. vísa. Þar i mörk fyr markar
málhvettan byr settu
né hvelvölur hálar
háf skotnaðra sváfu;
knátti hreggi höggvin
hlymþél við möl glymja,
en fellihryn fjalla
Feðju þaut með steðja.
'Próf. F. J. hefir breytt »málhvettanc í »málhvettarc og
»háf« í »háfs«. Eg held þess þurfi ekki og tek saman:
Þar settu skotnaðra í háfmörk fyr málhvettan byr
markar; né sváfu hálar hvelvölur; hreggi höggvin hlym-
þél knátti glymja við möl, en fellihryn fjalla þaut með
Feðju steðja.
»Skotnaðr« = skotvopn, spjót; »háfrc = netháfr«, mörk
hans = áin; »málhvettan« held eg sé fyrir mál-hveptan
(tilliking, sbr. skott fyrir skopt) af hvaptr — hvoftur; mál-
hvettr er þá = með talandi hvofti; »byrr martarc = nið-
andi straumur; það sést af kenningum, svo sem »byrr
branda«, »byrr rítar«, að byrr er haft um það, sem gnýr,
og ætti því eins að geta táknað niðandi vatnsstraum eins
og loftstraum; »byrr markar« er sá byrr, sem bundinn er
við mörkina = árstraumurinn. Þeir settu skotnaðra í ána
fyrir strauminn, þ. e. undan straum, sbr. »ok studdi for-
steymis Gríðarvölc (Snorri); »hreggi höggvin hlymþél«
= hríðmeitluð, hlymjandi áin, er sverfur landið (sbr. vísu
Egils: »Þel (þél?) höggr stórt fyr stáli« o. s. frv.); »felli-