Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 187
Skírnir]
Um Þórsdrápn.
177
hryn fjalJa — grjót, er hrynur úr fjöllunum í ána; »með<
= fram með; »Feðju steðjí = klettur, sem áin hamrar á.
9. vísa. Stophnísu fór steypir.
stríðlundr með völ G-ríðar.
»Stophnísa« hefir verið talið merkja tröllkonu, af »stop«,
•sem enn er til í málinu = hæð, mishæð, sbr. »stup« á ný-
norsku (brat styrtning: Torp) og »hnísa<, sem er hval-
tegund, því að jötnar eru kendir til hvala, sbr. »hraun-
hvalir«. Raunar virðist hnísan heldur lítil til þess að
kenna tröllkonu til hennar, og eg held, að skýra mætti
•orðið öðru vísi og sé það myndað af stop = staup (sbr.
skop = skaup) og hnísa, sem kemur fyrir í »kollhnísa«.
Staup er til í merkingunni kökkur, sbr. »ek vil gefa þér
15 merkr af rauðu gulli í einu staupi« (Þiðreks saga). »Þá
kom upp staup mikit sem manns-höfuð; tók Haraldr
konungr staupit (ok mælti): Hvar er nú þat gull, Magnús
frændi! er þú leggr í mót þessum knapphöfða? (Forn-
manna sögur VI. 186). Orðið »knapphöfði« sýnir vel, að
gullmolinn var sem mannshöfuð í laginu. Egill kallar
líka kollinn á sér »hattarstaup«. Stop = staup = kollur,
.stophnísa = kollhnísa. Það er einn af orðaleikum skálds-
ins. En hvað er »hnísa«? Til er bæði »kollhnís« og »koll-
hnísa«, en líka »kollskítur«, og ef til vill bendir síðasta
•orðið í áttina. Til er »hniss« og »hnissa« og merkir óþef
eða óbragð. Mundi þá annaðhvort mega líta svo á, sem
orðmyndirnar »hniss «og »-hnís«, »hnissa« og »-hnísa« væru
hliðstæðar og líkrar merkingar, eða að annað s-ið í »hniss«
hefði fallið burt og i-ið lengst til uppbótar (sbr. »viss« og
»vís«, ísl. »flissa« og nýn. »flisa«, sænskt »hvissla« og ísl.
»hví8la«,isl. »frussa« og»frýsa«,nýn. »frúsa«; »illeppur« verð-
ur »íleppur«, »grik(k)skur« verður »grískur« o. s. frv.). Að
8tingast kollhnis (-hnísu) eða kollskít merkir þá upphaflega að
stingast á hausinn og fá óþef eða skít í kollinn. — Vil eg
taka vísuorðin svo saman: stríðlendr steypir Gríðar fór
stophnísu með völ, þ. e. steyptist áfram með stafinn. Það
er dauft á bragðið, kemur eins og fjandinn úr sauðar-
leggnum og er ólíkt skáldinu, að segja þarna upp úr
12