Skírnir - 01.01.1924, Side 188
178
Um Þórsdrápu.
[Skirnir
þurru, að Þórr fór með (—hafði) Gríðar völ; skáldið hefir
áður lýst því, hvernig þeir studdust við stafina (skotn-
aðra); en þegar gætt er að lýsingunni á straumnum í
næstu vÍ8uorðum á undan: »háðu stáli stríðan straum
hrekkmímis ekkjur«, þá verður það sögulegt, að Þórr
steyptist áfram, þó að hann styddist við staf.
Og hver veit nema frásögn Snorra um Gríðarvöl sé
sprottin af þvi, að hann hafi tekið »völ Gríðar* saman?J
11. vísa. áðr hylriðar hæði
hrjóðendr fjöru þjóðar
við skyldbreta skytju
skálleik Heðins reikar.
Eg tek saman: áðr hylriðar, hrjóðendur skytju fjöru þjóð-
ar, hæði Héðins reikar skálleik við skyldbreta.
Próf. F. J. tekur saman: »hylríðar skytju*, telur bæði
orðin óskiljanleg, en hyggur þau eiga við Geirröð. Eg
held að »hylriðar« sé nefnifall fleirtölu af hylriði, sbr..
Ein(d)riði, Hló(r)riði, og sé hylriði sá, sem fer yfir hyl,
og báru þeir Þórr og félagar hans það nafn með rentu*.
nýbúnir að vaða ána í öxl. >Skytja« er til í fornmálinu
og merkir skot = dimmur gangur eða byrgi, með fram
húsi, og hallast þakið til einnar hliðar. Það minnir nægi-
lega á hellisskúta til að merkja híbýli jötna, enda eðli-
legra orðalag að hrjóða hús en að hrjóða menn; »skyld-
breti« held eg merki sökudólg, syndasel, þ. e. Geirröð..
Er það einkennilegt, hve tiltæk skáldinu eru þjóðflokka-
nöfn frá Bretlandi mikla í kenningum jötna: »Gandvíkur-
Skotar*, »hellis hringbalkar Kumrar« og loks »skyldbret-
inn«. Kynni það að benda á, að hann hefði verið í vestur-
víking og komist í krappan dans við þessa þjóðflokka. Orðið
»bigyrðill« (18. v.) gæti bent til hins sama, sbr. be-gyrdan.
(á engilBaxnesku) = gyrða.
12. vlsa. þá er funristis fasta
flóðrifs Danir stóðu
knáttu Jólnis ættir
útvés fyrir lúta.
Eg held, að »funristis« sé af »funhristir«, eins og prófi.