Skírnir - 01.01.1924, Page 196
Heimsveldi Breta.
[Skírnir
286
Þessi tilraun Breta er stórmerkileg. Það er í fyrsta
sinn sem Evrópumenn hafa innleitt þingstjórn í nýlend-
um sínum í Austurlöndum. Síðan hefir Egiptaland fylgt
dæmi Iudlands. Það var þó ekki fullkomið þingræði, sem
leitt var í lög, þvi bæði er nokkur hluti beggja þingdeilda
útnefndur af hinum breska landstjóra (Governor-General),
sem hefir algert neitunarvald, og auk þess getur
hann lagt á skatta og gefið lög »ef það er nauðsynlegt
fyrir frið og öryggi hins indverska keisaradæmis.« Þetta
er varuðarráðstöfun, sem seint verður gripið til, enda er
hættulegt að beita þessháttar ráðum.
Nú er einnig verið að skifta um menn í fjölda mörg-
um embættum. Kalla Breta heim, en setja Indverja í
-staðinn. Sveitastjórnarlög eru að ganga í gildi, sem eiga
að fullnægja kröfum hinna ýmsu þjóðflokka og trúarbragða.
Þau eru samin á þeim grundvelli, að allir trúarflokkar og
allar stéttir þjóðfélagsins séu jafn réttháar. En þetta hefir
áður verið óþekt víðast hvar í Austurlöndum.
Þessi nýju indversku stjórnarlög eru meistaralega
samin til þess að láta Indverja stjórna sér sjálfa, en halda
þeim þó innan ríkisheildarinnar. Hvort þau ná samt til-
gangi sínum, er algerlega óvíst. Reynsla er lítil fengin
-ennþá, en þó virðist svo, sem mikill hluti Indverja hafi
lítinn skilning og litla trú á þingræðishugmyndinni. En
framtíð hinna bresku yfirráða á Indlandi er undir því
komin, að þjóðin læri að treysta þingstjórnni í einhverri
mynd. Annars hlýtur Indland að klofna útúr heimsveld-
inu og leysast sundur í ótal smáríki. Með valdi verður
Indlandi ekki lengur stjórnað. Til þess þarf velvild og
Iraust íbúanna.
En það er ekki aðeins á hinu stjórnarfarslegu sviði,
sem Bretar eiga við erfiðleika að strlða á Indlandi, heldur
einnig fullt svo mikið á fjármálasviðinu. Hagsmunapóli-
tikin er orðin einn hinn sterkasti þáttur í öllum sjórn-
málum heimsins nú á dögum. Hér rekast hagsmunir Eng-
lands og Indlands á. Bómull er helsta útflutningsvara
Indlands, og bómullardúkar helsta innflutningsvaran. Með