Skírnir - 01.01.1924, Síða 197
'Skirnir]
Heimsveldi Breta.
187
öðrum orðum: bómullin er fiutt til Englands, unnin þar í
verksmiðjum og svo seld aftur til Indlands. Bómullar-
iðnaðurinn er einn af máttarstólpum enskra auðæfa, en nú
heimta Indverjar, að lagður sé hár tollur á inníluttar bóm-
ullarvörur, og reyndar á ýmsar fleiri iðnaðarvörur, — toll-
ur, sem yrði auðvitað því nær eingöngu á enskum vörum, —
og verksmiðjur séu reistar í landinu sjálfu til þess að
vinna bómullina. Foringjar þessarar iðnaðarhreyfingar Sir
Ibrahim Rahimtoola og Srinivasa Sastri halda því fram,
að Indland geti ekki fætt fólkið, nema stóriðnaður komist
á fót. Landbúnaður hefir frá alda öðli verið aðalatvinnu-
vegur Indverja, en hann nægir ekki lengur eingöngu.
Fólkið er orðið svo margt, að hann getur ekki borið það.
Indverjar geta ekki heldur flutt mikið til annara landa,
því þeim er víða bannaður innflutningur. Þar á meðal í
sumum nýlendum Breta.
Bómullarmálið, sem svo er kallað, er orðið eitt helsta
deilumálið milli Breta og Indverja, og margt virðist benda
á, að bómullin (»King Cotton«) verði hættulegri fyrir breska
stjórn á Indlandi en Ghandi og aðrir fulltrúar þjóðernis-
hreyfingarinnar. Það er engin lausn sjáanleg á því enn-
.þá. Bretar geta ekki gengið að tollkröfum Indverja, án
.þess að breskur iðnaður bíði mikinn hnekki, og sama er
að segja um sumar helstu nýlendurnar. Auk þess er hug-
myndin um frjálsa verslun svo rík i flestum Englending-
um, að varla er hægt að vænta þess, að komið verði nú
'sem stendur á tolllögum, sem myndu hafa gagngerða breyt-
ingu á atvinnuvegunum í för með sér.
Eg hef ekki mikla trú á því, að índland verði til
langframa innan breska ríkisins, enda munu Bretar tæp-
lega vilja leggja mikið í sölurnar til þess. Landið færir
ríkinu engan styrk út á við, og bresk verslun er komin
■þar í svo fast horf, að aðrar þjóðir munu naumast vera
færar um hættulega samkepni fyrst um sinn. Helsta
hvötin til þess að halda við breskum yfirráðum á Indlandi
•er hræðslan við óstjórnina og borgarastríðin, sem líklegt
•er að mundu koma jafnskjótt og Bretar sleptu taumun-