Skírnir - 01.01.1924, Side 198
188
Heimsveldi Breta.
[Skírnir
um. Það eru lítil líkindi til þess að Indverjar séu færir
um að stjórna sér sjálfir og halda við menningarríki í nú-
tíma skilningi. Þeir virðast eiga harla erfitt með að skilja
hervalds- og verksmiðjumenninguna vestrænu, en án henn-
ar getur ríki ekki staðist nú á dögum.
Mitt á milli nýlenda með sjálfstjórn og Indlands standa
tvö ríki, Irak og Egiptaland. Þau hafa að nafninu til
sjálfstæði, öllu meira en til dæmis Kanada, en eins og á
Indlandi hafa Bretar sterk áhrif þar, vegna þess að ibú-
arnir hafa eigi enn verið færir um að stjórna sínum mál-
um sjálfir. Um bæði þessi lönd er hið sama að segja sem
um Indland, að þau geta aldrei orðið ensk, og það er
sennilegt að vald Breta yfir þeim muni ekki standa lengi,
enda munu þeir ekki sækjast eftir þvi. Þau eru fremur
til veikleika en styrks fyrir breska heimsveldið.
»Krúnu nýlendurnar* (Crown Colonies) eiga flestar
sammerkt í því, að þær liggja í hinum heita hluta jarð-
arinnar, og að þar búa aðeins örfáir hvítir menn. Sumar
þeirra eru frjósöm og auðug lönd, svo sem Súdan, Nigeria,
Kenya og Jamaica, en loftslagið veldur þvi, að Evrópu-
menn þrífast þar illa. Fæstar þeirra taka því á móti
breskum útflytjendum að miklum mun, og þola Bretar þó
hitabeltisloftslagið best allra Evrópuþjóða. Hinn eini styrk-
ur, sem ríkisheildin getur haft af þeim, er verslunarhagn-
aðurinn. Hinsvegar er lítil ástæða tíl að ætla, að þær
muni reyna að brjótast undan Bretastjórn, enda eru íbúar
flestra þeirra algerlega ófærir um að stjórna sér sjálflr.
Meðan Bretar hafa nægilegan her og fiota til þess að geta
varið ríki sitt fyrir öðrum stórveldum, munu þær því
verða kyrrar undir yfirráðum þeirra.
I 8tjórn sinni á þessum nýlendum hafa Bretar reynt
margar leiðir, en nú er sama stjórnaraðferðin að ryðja
sér til rúms alstaðar. í broddi stjórnarinnar er land-
stjórinn, sem er fulltrúi nýlenduráðuneytisins i London
og skipaður af því, og svo hefir hann sér til aðstoðar þing
í tveim deildum. í efri deildinni er meiri hluti fulltrúanna
útnefndur af honum og sumt þeirra Englendingar, en hin-