Skírnir - 01.01.1924, Page 199
Skírnir]
Heimsveldi Breta.
189
ir eru kosnir af íbúunum sjálfum eftir ýmsum reglum.
Þessi deild starfar að sumu leyti sem ráðuneyti og að-
stoðar landstjórann við framkvæmdarstjórnina. Það eralgild
regla, að nokkur hluti af hinum ensku meðlimum deildar-
innar verður að hafa dvalið í nýlendunni í 10 ár, áður en
hann kemst í embættið.
Neðri deildin fæst eingöngu við löggjöflna, og í henni
eru tiltölulega fleiri fulltrúar kosnir af íbúunum, en þó
heflr landstjórinn samt vald til að skipa helming eða meiri
hluta þeirra. Hann hefir líka fullkomið neitunarvald og
•ber ábyrgð á störfum sínum fyrir Parlamenti Englands,
en ekki þingum nýlendanna.
Þannig eru Bretar smáít og smátt að innleiða þing-
stjórn í langflestum nýlendum sínum, jafnvel í þeim, sem
að mestu eru bygðar af mentunarsnauðum svertingjum.
Þessi stjórnaraðferð er harla ólík hinni fornu rómversku
aðferð á stjórn skattlandanna. Reynsla er ekki fengin
enn fyrir því, hvernig þetta muni ganga, og sumir fróðir
menn hafa litla trú á því, að frumbyggjar hitabeltisland-
anna geti skilið aðra stjórn en einveldið. En þingstjórn-
arhugmyndin er svo rík í Bretum, að þeir bera hana með
sér út um allar nýlendur sínar, og reyna að koma þar á
fót stjórnartilhögun eftir mynd og líkingu höfuðlandsins.
Réttarfarið er víðast sambland af enskum lögum og venju-
rétti frumbyggjanna, en smátt og smátt munu ensku áhrif-
in fara vaxandi, og Norðurálfumenningín breiðast út í
hitabeltinu. Þó mismunandi fljótt, eftir því hve frum-
byggjarnir eru hæfir til að taka á móti henni.
Þá kem eg að nýlendum með sjálfstjórn (Dominions).
Þær ná yfir hér um bil helming hins breska ríkis, en eru
enn næsta strjálbyggðar. í þeim búa nú hér um bil 20
miljónir enskumælandi manna, og er það að vísu ekki
mikið, en þess ber að gæta, að þetta eru barnung ríki
með óvenjulega miklum skilyrðum til þess að menning
geti þróast þar í framtíðinni. Þessar nýlendur eiga (að
Bandaríkjum Suðurafríku undanteknum) allar sömu sögu.