Skírnir - 01.01.1924, Page 201
Skírnir]
Heimsveldi Breta.
191'
en varla minst á Cecil Rhodes, Brooke, Macdonald, Brazza
Peters eða Dalhousie, mennina, sem skapað hafa hin
nýju ríki i öðrum heimsálfum. En eg hygg, að lang-
merkasti þátturinn í veraldarsögunni síðastliðin 100 ár,.
sé einmitt myndun þessara ríkja utan Norðurálfunnar, og
að þar séu að koma fram þjóðirnar, sem eiga að verða.
erfingjar Evrópumanna í því að ganga í fararbroddi
heimsmenningarinnar.
Þegar talað er um framtíð hins breska heimsveldis
finst mér, að það séu fyrst og fremst sjálfstjórnar-ný-
lendurnar og samband þeirra við England, sem kemur til
greina. Á þeim byggist hið breska veldi. Þótt Indland
og Egiptaland losni úr ríkisheildinni, munu Bretar standa
jafn föstum fótum fyrir því, en ef Kanada eða Ástralía
segja sig úr ríkinu, þá mun það verða rothögg á breska
heimsveldið. Hér skal því athugað, hverjir möguleikar
séu fyrir þvi, að þetta ríkjasamband geti haldist í fram-
tíðinni.
Skyldleiki þjóðernisins, sameiginleg tunga og ást ný-
lendubúa á gamla móðurlandinu hafa verið hinar sterku
taugar, sem tengt hafa nýlendurnar við England. Og svo
hafa Bretar með her sínum og flota haldið verndarhendi
yfir þeim gagnvart öðrum ríkjum. Þetta alt var þó
ekki einhlítt til lengdar. Eftir því sem tímar liðu fram
og nýlendunum óx fiskur um hrygg, þróaðist hjá þeim
þjóðarmetnaðurinn og sjálfstæðislöngunin. Ibúar Kanada
fóru til dæmis að skoða sig sem Kanadamenn fremur en-
Englendinga, og hagsmunir þeirra fóru víða í bága við
hagsmuni Englands, svo um eitt skeið leit út fyrir að
ríkið mundi liðast sundur. Þá tóku Englendingar til þeirra
ráða, að reyna að láta nýlendurnar stjórna sér sjálfar,
undir umsjón og eftirliti Bretastjórnar. Frelsisstríð Banda-
ríkjanna hafði kent Bretum, að það væri ómögulegt, að
stjórna breskum nýlendubúum með hervaldi. Kanada var
hin fyrsta nýlenda, sem fékk sjálfstjórn, árið 1840.
Stjórnarlögin voru sniðin eftir enskri fyrirmynd, en þó
gætti mjög áhrifa frá stjórnarskrá Bandaríkjanna frá