Skírnir - 01.01.1924, Page 202
192
Heimsveldi Breta.
[Skirnir
1787. Stjórnarskrá Kanadaríkis hefir orðið til fyrirmynd-
ar fyrir nýlendurnar, og yfirleitt má segja, að Kanada
gangi í broddi þeirra og sé lang áhrifamest af þeim
öllum.
Eitt merkasta atriðið í stjórnarhögum þessara nýlenda
er, að þær eru bandaríki (Confederations), samsett af
nokkrum jafn réttháum ríkjum, sem hvert um sig hafa
víðtækt sjálfsforræði. Þetta er stæling eftir Bandaríkjum
Norður-Ameríku, en bendir jafnframt fram til nýrra tíma
og nýrrar tilhögunar á stjórn hins breska heimsveldis.
Einn af helstu stjórnmálamönnum Kanada hefir lýst
afstöðu landsins til Bretlands á þessa leið, og fulltrúar
hinna nýlendanna gætu sagt eitthvað svipað:
»Samband vort við Bretland er oss mjög hagstætt.
iBretar senda okkur landstjóra, hámentaðan mann af tign-
um ættum, sem fyrst og fremst er foringi í veislu- og
samkvæmislífinu, en hefir ekkert verulegt pólitískt vald.
Hann hefir að nafninu til neitunarvald (Veto), sem þó
tæplega verður beitt framar. Fyrir þetta launum við
honum með 50,000 dollurum á ári. Bretar fara með
utanríkismál vor, og málum vorum má áfrýja til breskra
dómstóla. Annars erum vér fullkomlega frjálsir og get-
um samið J)au lög, sem vér viljum, og stjórnað landinu
eftir eigin geðþótta. Vér getum meira að segja lagt toll
á breskar vörur. Kanada nýtur verndar hins breska
flota, án þess að greiða einn eyri til hans. Sama er að
segja um aðstoð breskra sendiherra og konsúla um víða
veröld. Breska flaggið verndar kaupskip vor, og í Bret-
landi fáum við peningalán til þess að geta hagnýtt auð-
æfi lands vors. Ef við svo bætum við hinni sterku
bresku þjóðernistilfinningu, geta menn skilið að Kanada
óskar ekki eftir að losa sig úr breska alríkinu.«
I þessum orðum eru tekin fram helstu atriðin i stjórn-
arfari nýlendanna. Skulu þau hér athuguð hvert fyr-
ir sig.
Landstjórinn er tvöfaldur embættismaður, ef svo mætti
að orði komast. Fulltrúi Bretakonungs í nýlendunni og