Skírnir - 01.01.1924, Page 203
Skírnir]
Heimsveldi Breta.
193
líka æð8ti embættismaður hennar. Hann ber ábyrgð fyr-
ir nýlenduráðuneytinu í London, og það aftur fyrir Parla-
mentinu. Ráðherrar landstjórans bera aftur á móti ábyrgð
fyrir nýlenduþinginu, og þar er alstaðar fullkomið þing-
ræði innleitt. Landstjórinn hefir því að nokkru leyti
svipaða afstöðu og konungarnir í sumum Norðurálfu-
ríkjum, er hafa þingbundna konungsstjórn.
Þá er dómsvaldið. Það er einkennilegt fyrir hið
breska ríki, að það hefir engan eiginlegan hæstarétt, held-
ur ýmsa dómstóla, sem hafa æðsta úrskurðarvaldið. Flest-
um (en þó ekki öllum) málum frá dómstólum nýlendanna
má skjóta til dómsmálanefndar Leyndarráðsins í London
»The Judicial Committee of the Privy Council*.
Hér má þó bæta við, að Parlamentið í London getur
hvenær sem það vill gefið lög um alla hagi nýlendanna,
nema ekki lagt á nýja skatta. Það er hið alvalda tákn
ríkisheildarinnar, og úrskurðum þess verður ekki áfrýjað
itil neinna dómstóla. Gömul ensk setning segir: »Það er
hvorki leyfilegt né sæmilegt, að efast um eða gagnrýna
gerðir Parlamentsins<.
Þessi stjórnaraðferð dugði vel á stríðsárunum, og
fleytti breska ríkinu í gegnum eldraunina miklu, en nú
virðist gildi hennar vera á þrotum. Hún er eitt stig í
þróuninni, en ekki heldur meira, og nú þarf að finna
nýjar leiðir.
Nýlendurnar eru farnar að vantreysta löggjöf Parla-
• imentisins, enda hljóta flestir breskir þingmenn að hafa
sárlitla þekkingu á högum þeirra, og þó þeir hafi góðan
vilja og talsverða þekkingu, er erfitt fyrir þá að taka
ákvarðanir, þvi hagsmunir nýlendanna eru svo ólíkir, að
lög, sem mundu bæta hag einnar, gætu orðið annari til
óhags. En Bretar geta ekki sleppt þessum rétti Parla-
mentBins, nema að allri tilhögun á stjórn ríkisheildarinnar
verði breytt.
Sama er að segja um utanríkismálin. Nú eru ný-
lendurnar, með Kanada í broddi fylkingar, farnar að
Lrefjast þess, að þær megi hafa sína eigin sendiherra úti
13