Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 204
194
Heimsveldi Breta.
[Skirnir-
um heim. í stuttu máli, að þær fái að ráða sínum utan-
ríkismálum sjálfar. Þessi hrevflng hefir fengið byr undir
báða vængi við það, að Bretar hafa orðið að minka flota
sinn, samkvæmt ákvörðunum Washingtonráðstefnunnar,.
og þvi treysta nýlendurnar minna á vernd hans fram-
vegis. En þó vilja þær ekki slíta sig út úr rikinu og'
því eru breskir stjórnmálamenn nú að reyna að finna
leiðir til þess að gerbreyta stjórnarhögum ríkisins, án
þess að rikisheildin losni i sundur.
Höfuðdrættirnir í þeim tillögum, sem fram hafa kom-
ið, og sigurvænlegastar virðast vera, eru á þessa leið:
í stað hins breska sambandsríkis verði stofnað rikjasam-
band (Confederation) milli Englands og nýlenda með sjálf-
stjórn, og búist er við að Rhodesia og ef til vill fleíri ný-
lendur fái inntöku í sambandið. Síðan verði stofnað þing
fyrir sambandið. Um tilhögun þess eru menn harðla
ósammála. Sumir vilja breyta Lávarðastofunni í alríkis-
þing. Flestir eru hvort sem er sammála um, að hún í
sínu núverandi formi sé úrelt, og þurfi breytingar við..
Hitt er líklegra til að ná fylgi, að sambandsþingið
verði alveg óháð Parlamentinu, og að kosið verði til þess
á þann hátt, að England eða Stórabretland fái ekki nema
helming þingsæta i mesta lagi. Líklegast mun þingið eiga
sæti í London, en þó heyrast raddir, sem krefjast þess að'
það sé haldið annarstaðar, og benda á dæmi frá Banda-
rikjum Ameriku og Kanada, þar sem stærstu og auð-
ugustu borgirnar eru ekki stjórnaraðsetur. Einn af helstu -
stjórnmálamönnum Breta hefir lika sagt, að þeir gætu
gjarnan flutt höfuðstað sinn frá Englandi, til Vancouver,.
Sydney eða Wellington, bara ef Bretar drotnuðu yfir
höfunum.
Þó hægt væri að koma á fót löggjafarþingi fyrir
breskt rikjasamband, er eftir að koma skipulagi á fram-
kvæmdarvaldið, sem auðvitað verður að vera óháð stjórn-
inni í London (The Cabinet og Privy Council). Nokkrar
tilraunir hafa verið gerðar í þessa átt..