Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 205
Skirnir]
Heimsveldi Breta.
195
Eg á hér við »The Imperial Conference«, sem fyrst
var haldinn 1887 á 50 ára rikisstjórnarafmæli Viktoríu
drotningar. Þá héldu forsætisráðherrar allra nýlenda með
sjálfstjórn fund í London, undir forsæti stjórnarformanns
Bretlands, til þess að ráðgast um mál ríkisins. Siðan hafa
samskonar ráðstefnur oft verið haldnar, og á stríðsárun-
um og eftir þau hafa þær haft mikla þýðingu.
En þetta hafa aðeins verið ráðstefnur, og ekki geta
forsætisráðherrar Nýja-Sjálands og Ástralíu árlega farið
til Englands og setið þar tímum saman. Hitt er líklegra,
að stofnað verði fulltrúaráð fyrir öll ríkin i sambandinu,
sem fari með framkvæmdarvaldið. Sennilega myndu full-
trúar ráðuneytanna eiga sæti í því, þó þannig, að Bret-
land sjálft gæti ekki eitt, út af fyrir sig, ráðið úrslitum
mála. Jafnframt þessu er verið að undirbúa her og flota
fyrir hið væntanlega ríkjasamband, sem á að koma i stað
hins breska hers. England sjálft vill ekki heldur bera
lengur eitt þær fjárhagslegu byrðar, sem af hervörnum
leiða. Samanber Singaporemálið frá síðasta vetri. Alt
er þetta enn á tilraunastigi, en auðséð er í hvaða átt
stefnir.
Framtíð hins breska heimsveldis er undir því komin,
að það takist að flnna nýtt stjórnarfyrirkomulag handa
því, á svipuðum grundvelli og hér hefir verið lýst. Þannig
að Bretland sjálft verði ekki lengur hið drotnandi móður-
land, heldur aðeins fjölmennasta og auðugasta ríkið í sam-
bandinu. Primus inter pares.
Jafnhliða þessu mundi vald Parlamentsins og bresku
stjórnarinnar fara þverrandi, en við þá hugsun eiga marg-
ir Englendingar erfitt að sætta sig. Þeir eru vanir að skoða
nýlendurnar sem börn, er England verði að sjá fyrir. En
nú eru börnin að vaxa móðurinni yfir höfuð, og þá er ekki
annað hægt en að láta þau ráða. Þess má ennfremur geta, að
nú er að hefjast í stórum stíl útflutningur fólks frá Englandi
til nýlendanna. Þetta styrkir ríkið, en veikir England sjálft.
Jafnhliða starfi stjórnmálamanna vinnur fjöldi félaga
að því að tengja ríkið saman. Merkast þessara félaga er
13*