Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 206
196
Heimsveldi Breta.
[Skirnir
»The League of the Eœpire« stofnað 1901. Það er ópóli-
tiskt, en hefir þá etefnuskrá, að auka samúð og samvinnu
milli ríkishlutanna. Einkum hefir það unnið að endur-
bótum í uppeldi8- og mentamálum, og er nú að reyna að
koma skólamálum breskra ríkja i fast kerfi. Það er ann-
ars einkennilegt, hve lítið Bretar hafa gert til þess að
útbreiða enska tungu og bókmentir í nýlendunum. Þeir
reyna aldrei til þess að neyða nýlenduþjóðirnar til þess
að taka upp tungu sína eða trúarbrögð, en þessi aðferð
hefir þó vissulega að sumu leyti styrkt ríkið.
önnur stofnun í London, »The Imperial Institute«,
vinnur aftur á móti að því að auka innanríkisverslun,
einkum með hráefni, og útbreiða þekkingu á afurðum
hinna einstöku hluta ríkisins.
Auk þess er fjöldinn allur af stofnunum, skólar og
skrifstofur, félög og útgáfufyrirtæki, sem vinna að því að
tengja ríkið saman. Fjöldi bóka um ríkið og hluta þess
kemur út á hverju ári og er dreift út um öll lönd. Þessi
andlega starfsemi hefir fyrst byrjað á síðustu árum.
Við hliðina á hinni stjórnarfarslegu og andlegu starf-
semi gengur hagsmunapólitíkin. állir munu kannast við
hina miklu baráttu, sem háð hefir verið síðasta manns-
aldur fyrir því að koma öllu rikinu í eitt tollsamband.
Hér skal því ekki farið langt út 1 þá sálma. Þessar til-
raunir hafa altaf strandað á fastheldni Englendinga við
frjálsa verslun, og ótta verkamannastéttarinnar við verð-
hækkun á nauðsynjavörum. Ennfremur eru hagsmunir
nýlendanna svo ólíkir, að erfitt er að finna ráð, sem öll-
um mundi geðjast að. Það er því ólíklegt, að tollmálið í
þvi formi, sem það hefir hingað til verið flutt, geti nokk-
urntíma unnið hylli meiri hluta bresku þjóðarinnar. Samt
sem áður hygg eg, að þetta mál sé engan veginn úr sög-
unni. Það mun ef til vill mega finna aðrar leiðir. Til
dæmis er nú talað um að auka innanríkisverslunina með
samningum milli ríkishlutanna, verðlaunum og öðrum fjár-
framlögum frá ríkinu. Má kannske komast langt með
þessari aðferð, enda ætti ríkið að geta verið sjálfu sér