Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 207
Skirnir]
Heimsveldi Breta.
197
nóg, því að í því eru framleiddar því nær allar þær vörur,
sem fólkið þarf að nota. Hugsjónir Chamberlains og Dil-
kes um breska ríkið, sem pólitíska, andlega og fjárhags-
lega heild, er gæti boðið öllum heiminum byrgin, eru
vakandi hjá fjölda mörgum af áhrifamestu mönnum Breta
nú á dögum, en til þess að framkvæma þær þarf að
samþýða hagsmuni hinna einstöku hluta ríkisins.
Fjármálin hafa verið einhverjir sterkustu þættir í ný-
lendupólitik Breta. Þeir hafa haft og hafa enn of fjár,
sem þarf að ávaxta, en nýlendurnar þurfa að fá lán í
sífellu. Þær hafa á skömmum tíma orðið að reisa alt
frá grunni. Hús og hafnir, vegi og járnbrautir, og auk
þess hafa þær þurft að fá stórfé til þess að rækta landið
og hagnýta auðæfl náttúrunnar. England hefir jafnan ver-
ið lánardrottinn þeirra, og nú er komin upp öflug hreyfing
í þá átt að Englendingar hætti að veita öðrum þjóðum
lán, en gullstraumnum sé veitt til nýlendanna. »Vér skul-
um fjötra ríkið saman með gullhlekkjum* sagði Lloyd
George, og nú hefir verkamannastjórnin, undir forustu
Macdonalds, tekið málið upp á stefnuskrá sina. Nýlend-
urnar eru lika nægilegt vinnusvæði fyrir breskt fjármagn
um langan aldur, og er ekki ólíklegt að gullhlekkirnir
verði seigir fyrir.
Þetta mundi þó í svipinn minka áhrif Englands á heims-
pólitíkina. Peningarnir hafa verið einn hyrningarsteinn-
inn undir veldi þeirra. En þetta eins og fleira sýnir,
að breska ríkið vill vera sjálfu sér nógt, og treystir sér
til þess að það muni geta, ef það heldur saman, haldið
sæti sínu sem voldugasta ríki heimsins.
Eg hygg að hið merkilegasta atriði í heimspólitíkinni
nú á dögum sé þetta: Geta Bretar haldið ríki sínu sam-
an, eða á það að fara eins og stórveldi fyrri tima, leys-
ast í sundur og líða undir lok? Það eru miklar likur til
þes8, að það komist klaklaust í gegnum öldugang vorra
tíma, en þó það ætti innan skamms að leysast sundur, þá
hefir hinn engilsaxneski þjóðflokkur unnið nægilega mik-