Skírnir - 01.01.1924, Síða 210
200
íslendingar og Norðmenn.
[Skírnir
ekki að geta, að viðskifti Dana og Norðmanna leiða ísiendingar
auðvitað algerlega hjá sjer. En hitt er hin mesta nauösyn, að
benda Norðmönnum á, að þær hugmyndir, sem sumir menn þar í
landi virðast gera sjer um pólitískar framtiðarhugsjónir íslendinga,.
eru á engu byggðar og ekkert annað en hugarburður sjálfra þelrra.
Það er víst að blóðskylda og Bameiginlegar endurminningar hafa
ofið þaa bönd á miill Noregs og íslands, sem aldrei munu slitna.
En jafnvíst er hitt, að sá íslendingur er enn þá ófæddur, sem
hugsar til pólitísks sambands við Noreg, i hverju formi sem það
samband værl.
Jeg efast um að Norðmönnum sje það ljóst, hvílík ítök
Noregur á í hugum íslendinga. Þegar íslenzkt barn er orðið
bóklæst er það komið í sálufjelag við hina fornu Norðmenn. Vort
mál er þeirra mál. Og ekkert land í heimi verður íslendingum
svo hugstætt sem Noregur. Sögurnar gerast í ölium byggðarlög-
um landslns, svo að firðir og víkur og fjöll og dalir verða oss
kunn frá blautu barnsbeini. Að nafninu til að minnsta kosti. Og
sum örnefnin fá yfir sig helgibiæ, engu síður en þau íslenzk ör-
nefni, sem oss eru kærust. Slík nöfn sem Sólskel, Hafursfjörður,
Hjörungavogur, á Glmsum, á Sóla vekja bernskuminningar í brjóst-
um Islendlnga. Þar voru flestir okkar með hugann þegar við
vorum ungir og heyrðum sögurnar lesnar. Allir tslendingar gætu
tekið undir með sjera Matthíasi, er hann kom til Noregs í fyrsta.
sinn og kvað:
Nú hef jeg litið landið feðra minna,
það iandið sem mjer hló á bernskudögum,
er sál min drakk af helgum hetjusögum
frá Hálegg upp til Gríms ins loðinklnua.
Mjer finnst jeg sjái móður minnar móður,
jeg málið þekki, svip og alla drætti;
hjer ómar allt af helgum hörpuslætti,
jeg hlusta til af djúpri undran hljóður.
Menningarsamband íslands og Noregs á lyðveldistímanum er
alveg dæmalaust í sögu þjóðanna. Að vísu var ísland aðallega
veitandi, og Noregur aðallega þiggjandi í þeim viðskiftum. En
þó gleymist oss íslendingum alltof oft, að Noregur tók á sinn
hátt þátt í bókmenntastarfi voru i fornöld. Norðmenn
veittu o s s áheyrn. Konungarnir og höfðingjarnir i Nor-
egi höfðu hinar mestu mætur á kveðskap og sagnaskemmtun ís-