Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 211
Skirnir]
íslendingar og Norðmenn.
202’
lendinga og hvöttu íslenzk skáld og fræðimenn tll starfa með
fjegjöfum og öðrum sæmdum. Hinar fornu íslenzku bókmenntir
hefðu aldrel orðið svo auðugar og öflugar sem raun varð á, ef
vjer hefðum ekki átt Noreg að bakhjalli. Kvæði og sögur voru
útflutningsvara frá íslandi allan lyðveldistímann, en markaðurinn
í Noregi var viss og óbrigðull. Og þetta einstaka menningarsam-
band þjóðanna var möguiegt aðeins vegna þess, að þær voru báðar
einnar tungu. Og hvort telja nú Norðmenn, að íslendingar hafi
orðið þeim að meira liði meðan þeir voru sjálfstæð þjóð, eða eftir
að Hákon gamli hafði komið fram ráðum sínum við þá, og ísland
var komið í pólitískt samband við Noreg? Hvað græddu Norðmenn
á því sambandi, sem til frambúðar væri? Aftur á móti glötuðu
íslendingar mörgu og miklu, þó að jeg sje raunar ekki þeirrar
skoðunar, að sá afturkippur sem kemur í íslenzkar bókmenntir um
1300 stafi af hinu pólitíska sambandi við Noreg. Til þess hygg
jeg að liggi ýmis önnur rök, og fyrst og fremst þau, að öliu er
skapaður aldur í þessum heimi, andlegum hreyfingum ekki síður
en öðru. Gullaldartímabili íslenzkra bókmennta lauk, þegar lind-
irnar voru þrotnar, skeiðið runnið á enda.
Hin pólitlska sameining Noregs og Islands 1262 er ekki hinn
sorglegasti viðburður í íslandssógu, þó að flestlr íslendingar munu-
líta svo á. Norðmenn hafa oft lyst gremju sinni yfir því, er þeir
>misstu« ísiand í hendur Dönum 1814. En vjer höfðum þá fyrlr
löngu misst miklu meira, vjer höfðum misst Noreg úr málfjelagl
við oss í hendur Dana, og hygg jeg að það sje allra sorglegasti
viðburðurinn í sögu íslands. Vjer hófðum þó selt Norðmönnum
öflug vopn í hendur til varnar hinni sameiginlegu tungu vor og
þeirra, — heilar bókmenntir, einu þjóðlegu bókmenntirnar, sem
þá voru til á Norðurlöndum. En allt kom fyrir ekki. Til þess
lágu auðvitað eðlilegar orsakir, eins og til alls, sem gerist, enda
tjáir ekki að sakast um orðinn hlut. En þá, og ekki 1814, brast
sambandið milli íslands og Noregs, það eina samband, sem var
nokkurB virði og til ómetanlegs gagns fyrir báðar þjóðirnar. Síðan
hefir Noregur verið íslenzkum anda lokað land. Sfðan höfum vjer
orðið að mælast einir við hjer í útsberinu, og er það hið stór-
felldasta afrek íslendinga, að þeim fjell ekki allur ketill í eld, er
einskis stuðnings var von frá Noregi, heldur hjeldu einir uppi
merkilegum bókmenntum, sem engar aðrar þjóðir lifcu við og sízt
Norðmenn. Það tjáir ekki að láta elns og maður viti ekki af
þessari hörmulegu rás viðburðanna. Kristjanía heltlr nú að vísu