Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 220
210
Ritfregnir.
[Skirnir
opnast salir, blómleg býli,
bæja merð og lýða ferðir,
landið fullt af lifi og yndi,
lá og straumar og vötnin bláu.
Það var því engin furða, þótt miðaldirnar yrðu doktor Jóni kærar,
Þær voru landnám hans, þar voru öll óðul bans og eignir. Þar lijelfc
hann og lengstum kyrru fyrir, enda hafði hann botnlausa fyrirlitninga
á öllum „veraldarflökkurum11, en svo nefndi hann stundnm þá menn, sem
leita sjer fróðleiks viðsvegar, en eiga svo á hættu. að verða ekki fróðir
til hlitar um neitt. En ekki er þvi að leyna, að þessi mikla ást hans
á miðöldunum hafði sinar skuggahliðar. Hann þoldi illa að heyra önn-
ur timabil tekin fram yfir þær, og þess vegna urðu dómar lians t. d.
um skáldskap fornmanna eða bókmenntir hinna siðustu tima opt ómildir
og ósanngjarnir. Geðsmunirnir voru miklu rikari en svo, að hann gœti'
alltaf verið rjettdæmnr.
Það var því nokkurn veginn sjálfsagt, að öll meginkvæðin i visna-
bók hans yrðu um miðaldamenn. Hann yrkir um Björn Guðnason, Stefám
Jónsson, Ögmund Pálsson, Olöfu Loptsdóttur og Jón Arason. Þetta erm
höfðingjarnir. En þeirra vegna gleymir hann ekki hinum minni mönnum„
Yopna-Teiti, Einari sjó og Kvæöa-Önnu. Margir aðrir hafa orkt um
fortiðarmenn og sumir frábærlega vel, eins og t. d. Grrimur Thomsen og:
Matth. Jochumsson. Engin tvimæli geta leikið á þvi, að báðir voru
þeir meiri skáld en doktor Jón. En sá er munnr hans og þeirra, að'
þeir yrkja nm fortiðina úr fjarlægð, en doktor Jón yrkir um ástvini
sina, menn, sem stóðu honum svo lifandi fyrir hugskotssjónum sem hann
hefði verið málvinur þeirra alla ævi. Hugur hans hafði sýslað við-
þessa menn áratngum saman, og þó að imyndunarafl hans hafi ef til
vill ekki verið viðfleygt, þá var það sterkt innan þeirra takmarka, sem
þvi voru sett, og smaug djúpt inn i þau viðfangsefni, sem hann fjekkst
við. Allir skynbærir lesendnr visnakversins munu sanna, að þetta er
ekki ofmælt. En þó kom þessi náni kunningsskapur hans við fortiðar-
kynslóðirnar næstum því enn þá betur fram í samtöium hans. Það var
yndi að ræða við hann um slik efni. Margt bar þá á góma, en þó
heyrði jeg hann aldrei dást svo mjög að neinum mönnum sem þeim
Erlendi lögmanni á Strönd, Birni i Ögri og þó einkum Ögmundi biskupi.
Jeg átti bágt með að skilja það dálæti sem hann hafði á Erlendi lög-
manni, liinum mesta ójafnaðarmanni og hrotta, og ekki veit jeg hvað
þvi hlifði, að hann orkti ekki nm hann. En það mundi flestum þykja
ótrúlegt, hvað annt honum var um þessa vini sina. Ef hann þurfti að'
minnast á eitthvað misjafnt, sem verið hafði i fari þeirra, þá varð hon-
um það opt ósjálfrátt að hann lækkaði róminn og talaði i hálfum hljóð-
um. Það var ekki vert að hafa of hátt um bresti slikra manna! —
Jeg hygg, að það hafi verið mibill skaði, að hann þurfti að eyða allri’
ævinni i að „marka og draga á land“. Þvi að hann hafði margt í það»