Skírnir - 01.01.1924, Page 222
212
Ritfregnir.
[Skirnir
inga almenning8 þeirra vegna. En þó fer með hverjum manni í gröfina
margt það, sem einkenndi hann bezt, þótt hann láti mörg og merkileg
verk eptir sig. Ein hin sjerstakasta gáfa doktors Jóns var orðheppni
hans. Eyndni hans var opt grseskulans og góðlátleg, en ef gamanið
gránaði gátu svör hans orðið isköld, hárbeitt og markviss, svo að þau
blóðmörkuðu hvern þann, sem fyrir þeim varð. Nú eru auðvitað flest
þeirra flogin út í veður og vind, og má ef til vill segja, að það sje litill
skaði, — slfkt megi gleymast. En hvernig sem á það er litið, þá er
hitt vist, að enginn, sem hefir ekki heyrt doktor Jón beita hinni misk-
nnnarlausu orðsnilld sinni, getur gert sjer neina fullkomna hugmynd um,
hver hann var. Á. P.
Sigurður Nordal: Völuspá. — Gefin út með skýringum. — Fylg-
ir Árbók Háskóla íslands 1922—23. — Reykjavík 1923.
Völuspá er að flestra manna dómi langfrœgasta kvæði, sem orkt
hefir verið á Norðurlöndum. Julius Hoffory, hinn nafnkunni Edduskýr-
andi, komst svo að orði um hana, að hún væri „ekki einungis ....
ágætasta kvæði Norðurlanda, allt fram á þennan dag, heldur hefði aldrei
verið samið annað eius verk af þvi tæi“. Margir aðrir hafa tekið i
sama streng. Þó er ekkert vissara en að kvæðið er limiest eins og
það er til vor komið í handritunum, því að hæði hafa mörg erindi her-
sýnilega fallið úr þvi, og þar að auki hefir heilum köflum og einstökum
visum verið fleygað inn i það. Höf. Völuspár virðist hafa gnæft svo
hátt yfir samtiðarmenn sina, að þeir hafa átt bágt með að fylgjast með
honnm, og þess vegna er liklegt, að kvæðið hafi þegar aflagast i minni
manna áður en kvæði og sögur voru á bækur settar hjer á landi. S. N.
sýnir lika fram á, að Vsp. hafi í ranninni haft litil áhrif á fornbók-
menntirnar. Snorri þekkti hana að visu, og var hún aðalheimild hans,
er bann samdi Gylfaginning, en þó hefir hann bersýnilega misskilið
hana sumstaðar. Arnór jarlaskáld stælir á einum stað lýsingu Völuspár
á ragnarökum, og áhrifa frá henni kennir bæði i Völuspá hinni skömmu,
(sem að líkindum er orkt á 12. öld) og í Merlinusspá (þýðingu Gunn-
laugs Leifssonar, um 1200). Eptir það má heita, að hennar verði tæp-
ast vart fyr en hún er gefin út i fyrsta sinn 1665.
Nú hefir Völuspá verið gefin út h. u. b. 40 sinnum, og opt og
tíðum sætt hinni harðleiknustu meðferð af hálfu útgefanda og ritskýr-
anda. Sumir þeirra hafa gengið miskunnarlaust i skrokk á kvæðinu,
fellt úr þvi heila kafla, raðað erindunum eptir eigin geðþótta og einn
þeirra (Boer) hefir jafnvel skipt kvæðinu milli tveggja höfunda, og
eignar hann hinum eldra þeirra 21 erindi, en hinum yugra 20. Öllu,
sem umfram er (eða fullum þriðjungi kvæðisins), útskúfar hann ger-
samlega, og dæmir það með öllu dautt og ómerkt. Þannig hafa fræði-
menn hnoðað kvæðið eins og hrátt deig milli handa sjer. Sumir þeirra