Skírnir - 01.01.1924, Page 223
Skirnir]
Ritfregnir.
213
hafa gerrt svo vitrir, að þeir hafa talið sig færa um að fnllyrða, að
svo eða svo hafi höf. Völuspir aldrei getað komizt að orði, það eða
það atriði myndi hann aldrei hafa gert sjer að yrkisefni o. s. frv. Og-
þegar litið er yfir öll þau ókjör, sem um Völuspá hafa verið rituð, þá
getur maður skilið það andvarp Sigurðar Nordals, að það sje „ekki
einungis þrekraun, heldur stnndum skapraun að brjótast gegnum það
allt saman“.
.Það hefir S. N. samt sem áður gert. Hann mun hafa kannað vendi-
lega allt, sem um Vsp. befir verið skrifað og hann hefir getað náð til,
hæði stórt og Bmátt, og tilfærir hann skoðanir annara fræðimanna af mestu
samvizkusemi. Þvi veldur fátækt Landsbókasafnsins, eða öllu heldur hug-
ulsemi Alþingis við þá stofnun, að S. N. hefir hvað eptir annað orðið að
leita til útlendra safna til þess að geta samið þetta merkisrit, því að til-
gangur hans með þessari útgáfu er ekki hvað sizt sá, að leggja lesand-
anum upp i hendurnar sem glöggast yfirlit yfir hinar tvistruðu rann-
sóknir, sem gerðar hafa verið um Völuspá, svo að honnm verði fært að
velja og hafna og mynda sjer sjálfstæða skoðun um kvæðið. Sjálfur
styðst höf. mest við skýringar Miillenhoffs, hins nafnkunna þýzka fræði-
manns, en fer þó allsstaðar sinar eigin brautir, og kemur fram með
nýjar skýringar eða nýjar athugasemdir við eldri skoðanir. Er óhætt
að fullyrða að hann hefir gagnhugsað hvert einstakt atriði kvæðisins,
og allsstaðar er skilningur hans svo næmur og persónulegur, að jeg
efast um, að nokkrum ritskýranda hafi tekizt svo vel sem honum, að
gera hið torskilda kvæði lifandi í sál sinni. Hann sameinar tvo hæfi-
leika, sem allt of sjaldan fara saman. Hann er tvent i einu: skáld
og fræðimaður.
S. N. skiftir riti sinu i marga kafla. Gerir hann fyrst grein fyrir
handritum þeim, sem geymt hafa Völuspá alla eða brot úr henni. Þá
er ferill kvæðisins rakinn og ritar höf. þar um stöðu kvæðisins i bók-
menntunum og hinar helztu skoðanir, sem komið hafa fram siðan vls-
indalegar umræður hófust um það. Þar næst er þáttur um umgerð
og uppistöðu kvæðisins. Þá kemur Völuspá sjálf, texti Konungsbókar
með orðamun úr Hauksbók og Snorra-Eddu. Þar með fylgja skýringar,
og eru þær langlengsti og veigamesti kafli ritsias. Eru þar ræddar
allar þær spurningar, er Völuspá varða, og gerð grein fyrir flestum
þeim skoðunum, sem fram hafa komið bæði um kvæðið i heild sinni og
einstök atriði þess. Þar næst er lagfærður texti Völuspár, eða kvæðið
eins og höf. hugsar sjer, að það hafi getað verið i npphafi. Hann fellir
úr allt dvergatalið, enda er bégt að sjá, hvaða erindi það hefir átt inn
i kvæðið, og tvær visur aðrar. Loks er kafli um skáldið sjálft, og setur
höf. þar fram heildarskoðun sina um Völuspá, — hvert sje efni kvæð-
isins, hvar og hvenær það sje orkt, hvernig það sje tilkomið og hvern-
ig höf. þess hafi verið innan brjósts, er hann orkti það.--------
Það verður sjálfsagt óráðin gáta um alla eilifð, hver hafi orkt